Innlent

Unnu samkeppni um Háskólatorg

Íslenskir aðalverktakar ásamt arkitektunum Ögmundi Skarphéðinssyni og Ingimundi Sveinssyni og samstarfsfólki á Arkitektastofu Ingimundar Sveinssonar urðu hlutskarpastir í samkeppni um tillögu að hönnun og byggingu Háskólatorgs Háskóla Íslands. Fjórar tillögur bárust um Háskólatorg og var það mat dómnefndar að þær væru allar metnaðarfullar og fjölbreyttar og gæfu hver um sig nýja sýn á verkefnið. Við undirbúning útboðs fyrr á þessu ári var ákveðið í samráði við Framkvæmdasýslu ríkisins að beita þeirri útboðsaðferð í fyrsta sinn hérlendis að festa fjárhæð verkefnisins. Greiðsla fyrir Háskólatorg var ákveðin 1,6 milljarður króna, sem skyldi unnið í samræmi við kröfu- og þarfalýsingu. Þessi útboðsaðferð felur í sér að við mat á tillögum tekur verkkaupi einungis afstöðu til gæða þeirra, þar sem kostnaður er fyrir fram ákveðinn í stað þess að vega saman verðtilboð og gæði eins og tíðkast hefur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×