Enskir geta þakkað Hollendingum 8. október 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Englendingar gátu leyft sér að fagna í gærkvöldi eftir sigur liðsins á Austurríki og enn fremur eftir sigur Hollands á Tékklandi. Þau úrslit þýddu að bæði Pólland og England eru komin áfram á HM þar sem þau tvö lið sem ná bestum árangri í 2. sæti riðlanna komast beint áfram. Englendingar taka á móti Pólverjum á miðvikudag og var búist við því að sá leikur yrði spennuþrunginn þar sem hann væri úrslitaleikur um toppsæti riðilsins -- sem hann vissulega er -- en úrslit leikja gærdagsins gera úrslit leiksins þýðingarlausann. Eina mark leiksins skoraði Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, úr vítaspyrnu á 25.mínútu en hún var réttilega dæmd eftir að brotið hafði verið á Michael Owen. Englendingar hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum en höfðu heppnina ekki með sér. Í síðari hálfleik voru Austurríkismenn nálægt því að jafna þegar Roland Linz átti skot í þverslána. Á 57.mínútu fékk David Beckham síðan tvö gul spjöld og þar með rautt en seinna spjaldið var rangur dómur og ekkert nema leikaraskapur hjá Ibertsberger. Englendingar héldu þó út einum manni færri og fengu öll stigin þrjú. "Ég skil ekkert í þessari ákvörðun dómarans. Fyrra gula spjaldið var strangur dómur en það seinna var alveg út úr kortinu. Allir sem sáu þetta atvik geta verið sammála um það," sagði fyrirliðinn Beckham sem verður því í leikbanni í leiknum gegn Póllandi á miðvikudaginn. Sol Campbell verður heldur ekki með í þeim leik þar sem hann meiddist gegn Austurríki og því mun Rio Ferdinand endurheimta sæti sitt í miðverðinum. "Sigurinn var samt mjög góður, það eru úrslitin sem skipta máli þegar það er komið svona langt í keppninni. Liðið sýndi mikinn karakter og menn börðust fyrir hvorn annan. Það er erfitt að vera manni færri í hálftíma en við lönduðum stigunum þremur sem telja," sagði Beckham. Sven-Göran Eriksson getur nú andað léttar fyrir að hafa komið liði sínu á HM en hann hefur mátt sæta mikillar gagnrýni eftir tap Englendinga gegn Norður-Írum í síðasta mánuði. Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira
Englendingar gátu leyft sér að fagna í gærkvöldi eftir sigur liðsins á Austurríki og enn fremur eftir sigur Hollands á Tékklandi. Þau úrslit þýddu að bæði Pólland og England eru komin áfram á HM þar sem þau tvö lið sem ná bestum árangri í 2. sæti riðlanna komast beint áfram. Englendingar taka á móti Pólverjum á miðvikudag og var búist við því að sá leikur yrði spennuþrunginn þar sem hann væri úrslitaleikur um toppsæti riðilsins -- sem hann vissulega er -- en úrslit leikja gærdagsins gera úrslit leiksins þýðingarlausann. Eina mark leiksins skoraði Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, úr vítaspyrnu á 25.mínútu en hún var réttilega dæmd eftir að brotið hafði verið á Michael Owen. Englendingar hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum en höfðu heppnina ekki með sér. Í síðari hálfleik voru Austurríkismenn nálægt því að jafna þegar Roland Linz átti skot í þverslána. Á 57.mínútu fékk David Beckham síðan tvö gul spjöld og þar með rautt en seinna spjaldið var rangur dómur og ekkert nema leikaraskapur hjá Ibertsberger. Englendingar héldu þó út einum manni færri og fengu öll stigin þrjú. "Ég skil ekkert í þessari ákvörðun dómarans. Fyrra gula spjaldið var strangur dómur en það seinna var alveg út úr kortinu. Allir sem sáu þetta atvik geta verið sammála um það," sagði fyrirliðinn Beckham sem verður því í leikbanni í leiknum gegn Póllandi á miðvikudaginn. Sol Campbell verður heldur ekki með í þeim leik þar sem hann meiddist gegn Austurríki og því mun Rio Ferdinand endurheimta sæti sitt í miðverðinum. "Sigurinn var samt mjög góður, það eru úrslitin sem skipta máli þegar það er komið svona langt í keppninni. Liðið sýndi mikinn karakter og menn börðust fyrir hvorn annan. Það er erfitt að vera manni færri í hálftíma en við lönduðum stigunum þremur sem telja," sagði Beckham. Sven-Göran Eriksson getur nú andað léttar fyrir að hafa komið liði sínu á HM en hann hefur mátt sæta mikillar gagnrýni eftir tap Englendinga gegn Norður-Írum í síðasta mánuði.
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira