Lyf við fuglaflensu til fyrir 1/3 7. október 2005 00:01 Sóttvarnalæknir segir að til sé lyf gegn fuglaflensunni fyrir þriðjung þjóðarinnar. Ekki er útilokað að loka þurfi landshlutum og banna samkomur berist flensan hingað til lands. Í dag var tilkynnt um fyrsta tilfelli fuglaflensu í Evrópu eftir að þrír fuglar greindust með veiruna við ósa Dónár í Rúmeníu. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur um aðgerðir vegna hugsanlegs heimsfaraldurs fuglaflensu. Tillögurnar koma frá heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra en á þeirra vegum hefur starfað nefnd frá 1. mars sem unnið hefur að úttekt vegna málsins. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir undirbúninginn felast meðal annars í því að upplýsa þá sem að málinu myndu koma um hvað geti gerst og hvernig skuli bregðast við. Á þeim tíma sem nefndin hafi starfað hafi verið keypt mikið magn af lyfjum gegn inflúensunni og segja megi að til séu birgðir sem dugi fyrir þriðjung þjóðarinnar. Þetta hafi nágrannaþjóðirnar einnig gert. Um 500 létust í spánsku veikinni árið 1918 og var helmingur þeirra á aldrinum 20 til 30 ára. Þá var tekið til þess ráðs að loka Holtavörðuheiðinni og við Meðalfellssand og sluppu Norðurland, Austurland og hluti Suðurlands við inflúensuna sem gekk yfir á um átta vikum. Aðspurður hvort slík lokun geti verið möguleg nú játar Haraldur því og segir hluta af sóttvarnaráðstöfunum ýmist einangrun eða afkvíun. Þetta verði að skoða og meta eftir aðstæðum. Menn hafi velt fyrir sér lokun landsins en það sé erfitt í framkvæmd. Haraldur segir að reynslan í spánsku veikinni hafi sýnt að það hafi skilað árangra að loka vissum landshlutum og það verði að skoða. Þá séu aðrir möguleikar eins og samkomubann og lokun skóla sem myndu draga mjög úr útbreiðslu veirunnar. Rauði krossinn vinnur nú að undirbúningi í samstarfi við aðra sem að málinu koma. Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri neyðarvarna, segir að hlutverk Rauða krossins gæti verið að fara með mat og lyf til sýktra fjölskyldna og vera tengill hennar við umheiminn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að til sé lyf gegn fuglaflensunni fyrir þriðjung þjóðarinnar. Ekki er útilokað að loka þurfi landshlutum og banna samkomur berist flensan hingað til lands. Í dag var tilkynnt um fyrsta tilfelli fuglaflensu í Evrópu eftir að þrír fuglar greindust með veiruna við ósa Dónár í Rúmeníu. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur um aðgerðir vegna hugsanlegs heimsfaraldurs fuglaflensu. Tillögurnar koma frá heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra en á þeirra vegum hefur starfað nefnd frá 1. mars sem unnið hefur að úttekt vegna málsins. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir undirbúninginn felast meðal annars í því að upplýsa þá sem að málinu myndu koma um hvað geti gerst og hvernig skuli bregðast við. Á þeim tíma sem nefndin hafi starfað hafi verið keypt mikið magn af lyfjum gegn inflúensunni og segja megi að til séu birgðir sem dugi fyrir þriðjung þjóðarinnar. Þetta hafi nágrannaþjóðirnar einnig gert. Um 500 létust í spánsku veikinni árið 1918 og var helmingur þeirra á aldrinum 20 til 30 ára. Þá var tekið til þess ráðs að loka Holtavörðuheiðinni og við Meðalfellssand og sluppu Norðurland, Austurland og hluti Suðurlands við inflúensuna sem gekk yfir á um átta vikum. Aðspurður hvort slík lokun geti verið möguleg nú játar Haraldur því og segir hluta af sóttvarnaráðstöfunum ýmist einangrun eða afkvíun. Þetta verði að skoða og meta eftir aðstæðum. Menn hafi velt fyrir sér lokun landsins en það sé erfitt í framkvæmd. Haraldur segir að reynslan í spánsku veikinni hafi sýnt að það hafi skilað árangra að loka vissum landshlutum og það verði að skoða. Þá séu aðrir möguleikar eins og samkomubann og lokun skóla sem myndu draga mjög úr útbreiðslu veirunnar. Rauði krossinn vinnur nú að undirbúningi í samstarfi við aðra sem að málinu koma. Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri neyðarvarna, segir að hlutverk Rauða krossins gæti verið að fara með mat og lyf til sýktra fjölskyldna og vera tengill hennar við umheiminn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira