Innlent

Bókhaldið týndist á brúðkaupsdegi

Þróunarfélag Vestmannaeyja greiddi sex milljónir inn á reikning Skúlason ehf. en engin gögn reyndust fyrirliggjandi um þá færslu hjá félaginu þegar á reyndi. Vestmannaeyjabær lagði fram kæru til Ríkislögreglustjóra árið 2000 á hendur Skúlason ehf. til að freista þess að fá endurgreiddar milljónirnar sex. Ríkislögreglustjóri gerði athugasemdir við að ekki væru til gögn um færsluna. Skúlason ehf. endurgreiddi féð ekki og árs frestur fyrirtækisins til þess að tilkynna um aukningu á hlutafé rann út. Fyrirtækið hefur verið dæmt til þess að endurgreiða féð til Vestmannaeyjabæjar en hefur ekki gert það enn. Fjárnám í Skúlason ehf. verður tekið fyrir hjá Sýslumanninum í Reykjavík þann 17. október næstkomandi. „Þetta hafa verið lærdómsríkir dagar, sérstaklega hvað viðvíkur því að halda ímynd fyrirtækisins í lagi," segir Jóhannes B. Skúlason, framkvæmdastjóri Skúlason ehf. Hann segist ekki raunverulega vita um hvað málið snúist. Íslendingur var handtekinn í Englandi í gær og hefur síðan verið látinn laus. Maðurinn rekur fjármálafyrirtæki í Englandi og kannast Jóhannes við að hafa átt viðræður við manninn. „Við erum félagar og hann er að vinna þarna úti. Ég hallast að því að hann hafi dregist inn í þessa rannsókn af svipuðum ástæðu. „Þau leiðu mistök urðu á brúðkaupsdaginn minn að hluti bókhalds Þróunarfélagsins tapaðist. Á því ber ég fulla ábyrgð en kem ekki að málinu að öðru leyti," segir Þorsteinn Sverrisson fyrrverandi framkvæmdastjóri Þróunarfélags Vestmannaeyja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×