Innlent

Hans Markús unir tilflutningi

Hans Markús Hafsteinsson, fyrrverandi sóknarprestur í Garðasókn, hyggst una tilflutningi í nýtt embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastdæmi vestra. Þetta tilkynnti Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur séra Hans Markúsar, síðdegis í dag eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Biskupsstofu. Um starfsskyldur í embætti héraðsprests fer eftir gildandi lögum og viðeigandi starfsreglum svo og samkvæmt erindisbréfi er sett verður. Megináherslan er á að sinna aðstoð, prestsþjónustu og afleysingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×