Sameining ólíkleg á Suðurlandi 6. október 2005 00:01 Ellefu þúsund manna sveitarfélag getur orðið til á Suðurlandi ef sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa ákveða að sameinast. Líkurnar á sameiningu eru þó taldar litlar. Kosið verður um sameiningu 62 sveitarfélaga í sextán á laugardaginn. Skiptar skoðanir eru um sameiningu í Ölfusi og Flóa og líkurnar á því að sameiningin verði samþykkt á laugardaginn virðast vera litlar. Þar verður kosið um sameiningu sex sveitarfélaga í eitt en þau eru Árborg, Hveragerði, Ölfus, Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Búist er við góðri kosningaþátttöku í sveitunum. Valdimar Guðjónsson, oddviti Gaulverjabæjarhrepps, vill ekki gefa upp hvort hann ætli að merkja við já eða nei í kjörklefanum en segist vera farinn að linast í andstöðu sinni við sameiningu. Hann bendir á að stjórnsýslan verði fjarlægari ef af sameiningunni verði og íbúar í Gaulverjabæjarhreppi séu sumir hverjir smeykir um það að missa ákveðið vald og lýðræði meðal fólksins. Kostina segir hann hugsanlega vera skilvirkari stjórnsýsla en í Gaulverjabæjarhreppi, eins og nágrannahreppunum tveimur, sinnir oddvitinn líka starfi sveitarstjóra, en hvort tveggja er hlutastarf. Aðspurður hvort hann sé hræddur um sitt starf segist Valdimar ekki hafa áhyggjur af því. Hann sé bara feginn að íbúarnir fái að segja sína skoðun á málinu. Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir sameiningartillöguna spennandi og hagkvæma. Hann hefur reynslu af sameiningu þar sem Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki sameinuðust árið 1998. Einar segir það hafa gengið hægt framan af en núna sé óhætt að segja að allt virki ljómandi vel. Menn séu komnir yfir erfiðleikana. Erfileikana segir hann hafa verið mest tæknilega eins og með bókhaldskerfi og aðgang að upplýsingum en þeir hafi líka verið tilfinningalegir. Kostirnir með sameiningunni séu fyrst og fremst þeir að um verði að ræða stærri einingu sem hafi möguleika á að sinna þeirri þjónustu sem lög mæli fyrir að sveitarfélög sinni. Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðis, er hlynntur sameingu og sér fáa galla við hana. Íbúar þurfi að láta tilfinningar víkja fyrir rökhyggjunni. Hann segir að með sameiningunni gefist tækifæri til að búa til eitt öflugt sveitarfélag á mesta vaxtarsvæði á Íslandi sem geti tekið til sín verkefni og haft þann slag- og drifkraft til að skapa fyrirmyndarsamfélag á næstu áratugum. Orri segir litlar breytingar verða á daglegu lífi fólks við sameiningu en þetta snúist um að gera öfluga stjórnsýslueiningu. Með sameiningunni yrði sveitarfélagið það fimmta stærsta á landinu með um 11 þúsund íbúa. Aðspurður hvort hann óttist um starfið sitt segist Orri ekki leyfa sér að hugsa um málið út frá hans eigin hagsmunum. Íbúar í Gaulverjabæjarhreppi, Villingaholtshreppi og Hraungerðishreppi virðast margir vera á móti sameiningu, eins og íbúar minni sveitarfélaga virðast gjarna vera. Hluti íbúa þar getur þó hugsað sér að sameinast innbyrðis, enda hafa þeir sameiginlega rekið skóla í Villingaholti síðastliðið ár. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Ellefu þúsund manna sveitarfélag getur orðið til á Suðurlandi ef sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa ákveða að sameinast. Líkurnar á sameiningu eru þó taldar litlar. Kosið verður um sameiningu 62 sveitarfélaga í sextán á laugardaginn. Skiptar skoðanir eru um sameiningu í Ölfusi og Flóa og líkurnar á því að sameiningin verði samþykkt á laugardaginn virðast vera litlar. Þar verður kosið um sameiningu sex sveitarfélaga í eitt en þau eru Árborg, Hveragerði, Ölfus, Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Búist er við góðri kosningaþátttöku í sveitunum. Valdimar Guðjónsson, oddviti Gaulverjabæjarhrepps, vill ekki gefa upp hvort hann ætli að merkja við já eða nei í kjörklefanum en segist vera farinn að linast í andstöðu sinni við sameiningu. Hann bendir á að stjórnsýslan verði fjarlægari ef af sameiningunni verði og íbúar í Gaulverjabæjarhreppi séu sumir hverjir smeykir um það að missa ákveðið vald og lýðræði meðal fólksins. Kostina segir hann hugsanlega vera skilvirkari stjórnsýsla en í Gaulverjabæjarhreppi, eins og nágrannahreppunum tveimur, sinnir oddvitinn líka starfi sveitarstjóra, en hvort tveggja er hlutastarf. Aðspurður hvort hann sé hræddur um sitt starf segist Valdimar ekki hafa áhyggjur af því. Hann sé bara feginn að íbúarnir fái að segja sína skoðun á málinu. Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir sameiningartillöguna spennandi og hagkvæma. Hann hefur reynslu af sameiningu þar sem Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki sameinuðust árið 1998. Einar segir það hafa gengið hægt framan af en núna sé óhætt að segja að allt virki ljómandi vel. Menn séu komnir yfir erfiðleikana. Erfileikana segir hann hafa verið mest tæknilega eins og með bókhaldskerfi og aðgang að upplýsingum en þeir hafi líka verið tilfinningalegir. Kostirnir með sameiningunni séu fyrst og fremst þeir að um verði að ræða stærri einingu sem hafi möguleika á að sinna þeirri þjónustu sem lög mæli fyrir að sveitarfélög sinni. Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðis, er hlynntur sameingu og sér fáa galla við hana. Íbúar þurfi að láta tilfinningar víkja fyrir rökhyggjunni. Hann segir að með sameiningunni gefist tækifæri til að búa til eitt öflugt sveitarfélag á mesta vaxtarsvæði á Íslandi sem geti tekið til sín verkefni og haft þann slag- og drifkraft til að skapa fyrirmyndarsamfélag á næstu áratugum. Orri segir litlar breytingar verða á daglegu lífi fólks við sameiningu en þetta snúist um að gera öfluga stjórnsýslueiningu. Með sameiningunni yrði sveitarfélagið það fimmta stærsta á landinu með um 11 þúsund íbúa. Aðspurður hvort hann óttist um starfið sitt segist Orri ekki leyfa sér að hugsa um málið út frá hans eigin hagsmunum. Íbúar í Gaulverjabæjarhreppi, Villingaholtshreppi og Hraungerðishreppi virðast margir vera á móti sameiningu, eins og íbúar minni sveitarfélaga virðast gjarna vera. Hluti íbúa þar getur þó hugsað sér að sameinast innbyrðis, enda hafa þeir sameiginlega rekið skóla í Villingaholti síðastliðið ár.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira