Ráðherra til fundar um bensínstyrk 6. október 2005 00:01 Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að funda með forystumönnum Öryrkjabandalagsins um afnám bensínstyrks til hreyfihamlaðra öryrkja og ellilífeyrisþega eftir helgi. „Þessar aðgerðir þarfnast lagabreytingar. Ég hef ákveðið að fara rækilega yfir þetta mál með forsvarsmönnum Öryrkjabandalagsins áður en ég legg það frumvarp fram," sagði Jón í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. „Bensínstyrkurinn hefði að óbreyttu- orðið um 750 milljónir króna á næsta ári," sagði heilbrigðisráðherra. Með afnámi hans ætti tekjutryggingarauki aftur á móti að hækka um liðlega fimmtung eða sem nemur 400 milljónum króna. Jafnframt væri ráðgert að 100 milljónum króna yrði varið til endurhæfingar en 220 milljónum króna til að mæta almennum hækkunum í almannatryggingakerfinu. „Í hópi hreyfihamlaðra fá bensínstyrkinn þeir einir sem eiga bíl en hinir ekki. Niðurfelling á bifreiðagjöldum og fleira hefur ekki gagnast þeim sem ekki eiga bíl eða hafa ekki ráð á því. Þetta eru oft þeir sem sjá nú fram á fimmtungs hækkun tekjutryggingaraukans," segir Jón. Hann segir bensínstyrkinn að ýmsu leyti gallaðan og ekkert óeðlilegt við að endurskoða hann. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að ráðherrann hefði ákveðið að ræða við forystu Öryrkjabandalagsins, en sagði að betra hefði verið að gera það áður. „Ég vil kalla þennan tillöguflutning mistök. Eg minni hæstvirtan ráðherra á að meginreglur Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra kveða á um þá skyldu stjórnvalda að hafa samráð við samtök fatlaðra áður en gripið er til aðgerða gegn þeim," sagði Helgi. 6800 manns fá nú bensínstyrk þar af 2650 öryrkjar og rúmlega 4000 ellilífeyrisþegar. Tæplega 4600 manns missa bensínstyrkinn. > Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að funda með forystumönnum Öryrkjabandalagsins um afnám bensínstyrks til hreyfihamlaðra öryrkja og ellilífeyrisþega eftir helgi. „Þessar aðgerðir þarfnast lagabreytingar. Ég hef ákveðið að fara rækilega yfir þetta mál með forsvarsmönnum Öryrkjabandalagsins áður en ég legg það frumvarp fram," sagði Jón í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. „Bensínstyrkurinn hefði að óbreyttu- orðið um 750 milljónir króna á næsta ári," sagði heilbrigðisráðherra. Með afnámi hans ætti tekjutryggingarauki aftur á móti að hækka um liðlega fimmtung eða sem nemur 400 milljónum króna. Jafnframt væri ráðgert að 100 milljónum króna yrði varið til endurhæfingar en 220 milljónum króna til að mæta almennum hækkunum í almannatryggingakerfinu. „Í hópi hreyfihamlaðra fá bensínstyrkinn þeir einir sem eiga bíl en hinir ekki. Niðurfelling á bifreiðagjöldum og fleira hefur ekki gagnast þeim sem ekki eiga bíl eða hafa ekki ráð á því. Þetta eru oft þeir sem sjá nú fram á fimmtungs hækkun tekjutryggingaraukans," segir Jón. Hann segir bensínstyrkinn að ýmsu leyti gallaðan og ekkert óeðlilegt við að endurskoða hann. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að ráðherrann hefði ákveðið að ræða við forystu Öryrkjabandalagsins, en sagði að betra hefði verið að gera það áður. „Ég vil kalla þennan tillöguflutning mistök. Eg minni hæstvirtan ráðherra á að meginreglur Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra kveða á um þá skyldu stjórnvalda að hafa samráð við samtök fatlaðra áður en gripið er til aðgerða gegn þeim," sagði Helgi. 6800 manns fá nú bensínstyrk þar af 2650 öryrkjar og rúmlega 4000 ellilífeyrisþegar. Tæplega 4600 manns missa bensínstyrkinn. >
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira