Innlent

Mikil óvissa um úrslit

Um 23.000 íbúar í níu sveitarfélögum í Eyjafirði munu kjósa um sameiningu sveitarfélaga á laugardag. Flestir fulltrúar sameiningarnefndar þessara sveitarfélaga búast við almennri þátttöku. Það er einna helst að óttast sé að hún verði dræm á Akureyri. Einna bjartsýnastir um samþykki eru fulltrúar Siglfirðinga. Ólafur Kárason og Unnar Pétursson sem segjast báðir hafa trú á að Siglfirðingar samþykki sameiningu, þó svo einhverjar efasemdarraddir heyrist. Bæjarstjórn er öll fylgjandi sameiningu. Haukur Halldórsson, frá Svalbarðsströnd er nokkuð svartsýnni og telur meirihluta sveitunga sinna- á móti sameiningu. „Fólk vill sjá aðra hugmynd að sameiningu. Að Dalvík, Ólafsfjörður og Siglufjörður verði sér. Þessir staðir eiga við staðbundin vandamál sem ríkið ætti að leysa." Töluverður áhugi hefur verið á kosningunum á Dalvík, ekki síst vegna óska sumra Svarfdælinga að skilja sig frá Dalvík. Valdimar Bragason segir töluverðan áhuga á kosningunum, en hann geti ekki gert sér grein fyrir hvaða viðhorf verði ofan á. Sjálfur segist hann vona að sameining verði samþykkt, þó hann hafi ekki mikið til að byggja þá skoðun sína á. Eyjafjörður Fjöldi íbúa Kjörstaður Siglufjarðarkaupstaður 1.386 Grunnskólinn við Hlíðarveg Akureyrarkaupstaður 16.450 Oddeyrarskóli/ Grunnskólinn í Hrísey Ólafsfjarðarbær 980 Gagnfræðaskólinn Dalvíkurbyggð 1.946 Dalvíkurskóli Arnarneshreppur 183 Kaffi Lísa, Hjalteyri Eyjafjarðarsveit 993 Hrafnagilsskóli Hörgárbyggð 390 Hlíðarbær Svalbarðsstrandarhreppur 365 Valsárskóli Grýtubakkahreppur 393 Grenivíkurskóli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×