Innlent

Írar í rafstöðvabraski hérlendis

Rafstöðvar ganga nú kaupum og sölum úr sendiferðabifreiðum fimm eða sex Íra sem aka á milli byggingar- og iðnaðarsvæða og bjóða til sölu. Kvartanir og að minnsta kosti ein kæra hafa borist bæði til lögreglunnar í Hafnarfirði og Rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Kaupendur segja að um svikna vöru sé að ræða og hafa talið sig vera að kaupa díselrafstöðvar en síðar hefur komið í ljós að svo er ekki, heldur bensínsrafstöðvar og þar að auki ekki eins öflugar og kemur fram á umbúðunum. Lögreglan í Hafnarfirði leitar Íranna og Rannsóknarlögreglan varar fólk einnig við því að eiga nokkur viðskipti við þá. Svo virðist sem Írarnir séu í tveimur hópum og sést hefur til þeirra í Grafarvogi, Hafnarfirði, við Sundahöfn og víðar. Er þeirra nú ákaft leitað bæði af vonsviknum kaupendum og lögreglunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×