Innlent

Sækir um sitt gamla starf

Séra Hans Markús Hafsteinsson, sem nýverið var færður úr starfi sóknarprests í Garðakirkju og boðin staða héraðsprests í Reykjavíkurprófastdæmi norður, hefur nú sótt um sitt gamla embætti í Garðakirkju. Hans Markús vék úr þeirri stöðu fyrir skömmu eftir hatrammar deilur í sókninni. Sex aðrir prestar sækja um stöðuna. Biskupsstofa sendi rétt í þessu frá sér fréttatilkynningu þar sem tilteknir eru 12 prestar og guðfræðingar sem sækja um tvær lausar stöður hjá krikjunni, stöðu sóknarpresta í Garðakirkju og Ólafsvíkurkirkju. Athygli vekur að sami maður sækir nú um stöðu sem hann sjálfur vék úr fyrir nokkru, Hans Markús Hafsteinsson. Hans vildi ekkert láta hafa eftir sér um þessa einkennilegu stöðu sem upp er kominn annað en að hans nafn væri á þessum lista, hann kveðst þó ekki aftaka með öllu að hann muni una þeirri tilfærslu sem samþykkt var. Hann muni einfaldlega bíða og sjá hvað kæmi út úr umsögn hans í embætti prests í sinni gömlu sókn. Aðrir umsækjendur um stöðuna í Garðakirkju eru: Birgir Ásgeirsson, Eiríkur Jóhannesson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Kjartan Jónsson, Yrsa Þórðardóttir og Þórhallur Heimisson. Umsækjendur um stöðu prests í Ólafsvíkurkirkju eru: Aðalsteinn Þorvaldsson, Ingólfur Hartvigsson, Klara Hilmarsdóttir, Magnús Magnússon og Valdimar Hreiðarsson. Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættin 1. nóvember næstkomandi að fenginni umsögn valnefnda úr hvoru prestakalli, en í þeim eru fimm manns úr hvoru prestakalli, og Skálholtsprófasts.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×