Innlent

Beiðni Arons Pálma hafnað

Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, hafnaði í gær náðunarbeiðni Arons Pálma Ágústssonar sem verið hefur um árabil í stofufangelsi í Texas. Perry gengur þar þvert á samþykki fylkisþingsins frá því í ágúst sem féllst á beiðnina fyrir sitt leyti. Samkvæmt þessu á Aron að halda afplánun dóms áfram í Texas en verjandi hans er að kanna hvort hægt sé að fá því breytt þannig að hann ljúki henni á Íslandi. Í gildi er milliríkjasamningur á milli Bandaríkjanna og Íslands um fangaskipti og óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því fyrir fimm árum að Aron fengi að ljúka afplánun hér á landi, en þeirri umleitan hefur ekki verið svarað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×