Stór stund fyrir Daða 4. október 2005 00:01 "Árni Gautur verður alveg örugglega ekki með gegn Pólverjum á föstudaginn. Það er langt ferðalag til Póllands og hvort sem sambýliskona hans verður búin að fæða eða ekki kemst Árni Gautur ekki frá. Það er styttra fyrir Árna Gaut að fara til Svíþjóðar frá Noregi í næstu viku en frekar ólíklegt að hann verði með en við ætlum reyndar að halda því opnu fram á síðustu stundu," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið.Daði sagði að hann væri að uppskera eftir mikið erfiði. "Ég hef þurft að svitna dálítið fyrir þessu landsliðssæti. Þetta hefur verið ótrúlegt ár. Fyrst Íslandsmeistaratitillinn, svo var ég valinn í lið ársins og svo landsliðssætið. Þetta er enn ein rósin í hnappagatið. Þetta verður auðvitað töluvert púsluspil gagnvart vinnunni og fjölskyldunni enda átta daga ferðalag framundan," sagði Daði sem vonast til þess að fá að spreyta sig í einhverjar mínútur í landsleiknum gegn Pólverjum. Kristján Finnbogason, markvörður KR, stendur væntanlega á milli stanganna gegn Pólverjum. Kristján á 19 landsleiki að baki og lék fyrst gegn Túnis 17. október 1993. Síðast lék Kristján með landsliðinu gegn Slóveníu 1998 og hann hefur því ekki spilað landsleik í sjö ár og verið varamarkvörður eftir að Birkir Kristinsson lagði hanskana á hilluna í fyrrahaust. "Þetta er alveg frábært og ég neita því ekki að þetta er stór stund. Ég er orðinn 32ja ára en það er betra að vera valinn núna en aldrei," sagði Daði Lárusson í samtali við Fréttablaðið í gær aðeins fimm mínútum eftir að hann var valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir vináttuleikinn gegn Pólverjum á föstudaginn og í leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 12. október nk. Árni Gautur Arason, aðalmarkvörður landsliðsins, bíður eftir því að sambýliskona hans eignist fyrsta barn þeirra á næstu dögum. Þá er Jóhannes Harðarson meiddur og Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, var valinn í hans stað. Helgi Valur hefur leikið tvo landsleiki fyrir Ísland. Íslenski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Sjá meira
"Árni Gautur verður alveg örugglega ekki með gegn Pólverjum á föstudaginn. Það er langt ferðalag til Póllands og hvort sem sambýliskona hans verður búin að fæða eða ekki kemst Árni Gautur ekki frá. Það er styttra fyrir Árna Gaut að fara til Svíþjóðar frá Noregi í næstu viku en frekar ólíklegt að hann verði með en við ætlum reyndar að halda því opnu fram á síðustu stundu," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið.Daði sagði að hann væri að uppskera eftir mikið erfiði. "Ég hef þurft að svitna dálítið fyrir þessu landsliðssæti. Þetta hefur verið ótrúlegt ár. Fyrst Íslandsmeistaratitillinn, svo var ég valinn í lið ársins og svo landsliðssætið. Þetta er enn ein rósin í hnappagatið. Þetta verður auðvitað töluvert púsluspil gagnvart vinnunni og fjölskyldunni enda átta daga ferðalag framundan," sagði Daði sem vonast til þess að fá að spreyta sig í einhverjar mínútur í landsleiknum gegn Pólverjum. Kristján Finnbogason, markvörður KR, stendur væntanlega á milli stanganna gegn Pólverjum. Kristján á 19 landsleiki að baki og lék fyrst gegn Túnis 17. október 1993. Síðast lék Kristján með landsliðinu gegn Slóveníu 1998 og hann hefur því ekki spilað landsleik í sjö ár og verið varamarkvörður eftir að Birkir Kristinsson lagði hanskana á hilluna í fyrrahaust. "Þetta er alveg frábært og ég neita því ekki að þetta er stór stund. Ég er orðinn 32ja ára en það er betra að vera valinn núna en aldrei," sagði Daði Lárusson í samtali við Fréttablaðið í gær aðeins fimm mínútum eftir að hann var valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir vináttuleikinn gegn Pólverjum á föstudaginn og í leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 12. október nk. Árni Gautur Arason, aðalmarkvörður landsliðsins, bíður eftir því að sambýliskona hans eignist fyrsta barn þeirra á næstu dögum. Þá er Jóhannes Harðarson meiddur og Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, var valinn í hans stað. Helgi Valur hefur leikið tvo landsleiki fyrir Ísland.
Íslenski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Sjá meira