Innlent

Rúmt tonn af rusli

Frá hverri fimm manna fjölskyldu í Reykjavík kemur rúmt tonn af rusli á hverju ári. Borgaryfirvöld kynntu í dag sérstakt átak sitt í umhverfismálum, eða vitundarvakningu eins og það er kallað. Nýjar tölur um sorpið sem frá okkur kemur sýna að ekki er vanþörf á. Séu þær heimfærðar á fimm manna fjölskyldu er um meira en eitt tonn af rusli að ræða og ekki ratar allt ruslið í tunnurnar. Kostnaðurinn vegna ruslahreinsunar af götum borgarinnar er tuttugu og þrjár milljónir árlega. Borgaryfirvöld vilja líka að við breytum samgönguvenjum okkar og hættum að menga. Þriðjungur allra bílferða Reykvíkinga er minna en einn kílómetri, semsagt, vegalengdir sem hægt væri að ganga á um eða undir tíu mínútum. Hér sjáum við meðallengd bílferða í ýmsum borgum heimsins. Reykjvaík sker sig algjörlega úr, enda meðalbílferðin ekki nema rúmir þrír kílómetrar. Til samanburðar er hver ferð í Stokkhómi meira en sextán kílómetrar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×