Erlent

Leituðu músar í flugvél

Heldur óvenjulegur laumufarþegi fannst í flugvél á vegum Qatar Airways þegar verið var að undirbúa flugtak frá flugvellinum í Maníla á dögunum. Einn úr áhöfinni kom þá auga á litla mús sem skaust á milli sæta í farþegarými vélarinnar. Flugstjórinn greip til þess ráðs að skipa öllum 250 farþegunum að fara út út vélinni á meðan reynt var að ná nagdýrinu. Eftir þrettán tíma leit þar sem bæði var notað eitur og gildrur gáfust flugvallarstarfsmenn upp og fór músin því í ferðalagið, dauð eða lifandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×