Innlent

Verkfalli afstýrt á Akranesi

Verkfalli starfsmanna Akranesbæjar, sem boðað var á mánudag, var afstýrt í gær þegar fulltrúar Starfsmannafélags Akraness og Launanefnd sveitarfélaga komust að samkomulagi um kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn færir félagsmönnum 22 prósenta launahækkun á samningstímanum og er afturvirkur frá 1. júní síðastliðnum. Atkvæði verða greidd um samninginn í næstu viku, en verði hann felldur hefst verkfall 9. október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×