Ísland er einkabílasamfélag 26. september 2005 00:01 Auka á gjaldtöku fyrir bílastæði í borginni, dreifa vinnutíma fólks og ekki á að stækka vegakerfið frekar. Verkfræðingar, sem hafa skoðað samgöngur í Reykjavík í alþjóðlegu samhengi, segja að þetta myndi stórbæta umferðarmenningu í borginni. Tryggvi Jónsson og Þorsteinn Hermannson hjá Hönnun hafa unnið að úttekt á samgöngukerfi Reykjavíkur í alþjóðlegu samhengi fyrir Reykjavíkurborg. Þeir segja ástandið þannig að hér sé einkabílasamfélag. Yfirleitt sé einn í bíl og allir að fara á sama tíma. Það orsaki mikla umferðatoppa á morgnana og seinni part dags. Árið 1996 var fjöldi einkabíla á hverja þúsund íbúa í Reykjavík rúmlega 460 sem var um fimmtíu bílum meira en í Vestur-Evrópu. Á síðasta ári vorum við svo komin yfir meðal bílafjölda í Norður-Ameríku, eða 610 bíla á hverja þúsund íbúa. Tryggvi segir að taka verði ákvörðun um hvernig borg við viljum að Reykjavík verði. Viljum að Reykjavík verði eins og Atlanta og Houston í Bandaríkjunum þar sem öll samgönguvandamál eru leyst með einkabíl en í Houston eru götur sem eru fimmtán akreinar. Þegar almenningssamgöngur hér á landi eru bornar saman við aðrar borgir sést að Reykjavík er mjög svipuð og borgir í Bandaríkjunum. Við eigum langt í land með að ná borgum sem við miðum okkur oft við á Norðurlöndunum. Í kringum 50% ferða fólks í Kaupmannahöfn eru með einkabílum en hér á landi er fjöldi ferða með einkabílum allt að 70% til 80%. Ef við viljum ekki vera með borg eins og Houston og Texas þarf að mati Tryggva að fara í nokkuð óvinsælar aðgerðir. Ekki sé hægt að vera með ókeypis bílastæði vestan Kringlumýrarbrautar. Háskóli Íslands þarf að byrja á öðrum tíma en Háskólinn í Reykjavík og framhaldsskólarnir. Svo væri jafnvel hægt að fá Landsspítala Háskólasjúkrahús til að vera með vaktaskipti á öðrum tíma. Með þessu væri hægt að koma í veg fyrir að allir séu að ferðast á sama tíma klukkan átta á morgnana. Uppbygging Reykjavíkur svipar til bandaríkra borga þar 40% atvinnunnar er á frekar litlu svæði. Það þýðir mikil umferð á álagstímum þegar allir koma úr svo kölluðum svefnhverfum þar sem bara er íbúðabyggð. Fréttir Innlent Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Auka á gjaldtöku fyrir bílastæði í borginni, dreifa vinnutíma fólks og ekki á að stækka vegakerfið frekar. Verkfræðingar, sem hafa skoðað samgöngur í Reykjavík í alþjóðlegu samhengi, segja að þetta myndi stórbæta umferðarmenningu í borginni. Tryggvi Jónsson og Þorsteinn Hermannson hjá Hönnun hafa unnið að úttekt á samgöngukerfi Reykjavíkur í alþjóðlegu samhengi fyrir Reykjavíkurborg. Þeir segja ástandið þannig að hér sé einkabílasamfélag. Yfirleitt sé einn í bíl og allir að fara á sama tíma. Það orsaki mikla umferðatoppa á morgnana og seinni part dags. Árið 1996 var fjöldi einkabíla á hverja þúsund íbúa í Reykjavík rúmlega 460 sem var um fimmtíu bílum meira en í Vestur-Evrópu. Á síðasta ári vorum við svo komin yfir meðal bílafjölda í Norður-Ameríku, eða 610 bíla á hverja þúsund íbúa. Tryggvi segir að taka verði ákvörðun um hvernig borg við viljum að Reykjavík verði. Viljum að Reykjavík verði eins og Atlanta og Houston í Bandaríkjunum þar sem öll samgönguvandamál eru leyst með einkabíl en í Houston eru götur sem eru fimmtán akreinar. Þegar almenningssamgöngur hér á landi eru bornar saman við aðrar borgir sést að Reykjavík er mjög svipuð og borgir í Bandaríkjunum. Við eigum langt í land með að ná borgum sem við miðum okkur oft við á Norðurlöndunum. Í kringum 50% ferða fólks í Kaupmannahöfn eru með einkabílum en hér á landi er fjöldi ferða með einkabílum allt að 70% til 80%. Ef við viljum ekki vera með borg eins og Houston og Texas þarf að mati Tryggva að fara í nokkuð óvinsælar aðgerðir. Ekki sé hægt að vera með ókeypis bílastæði vestan Kringlumýrarbrautar. Háskóli Íslands þarf að byrja á öðrum tíma en Háskólinn í Reykjavík og framhaldsskólarnir. Svo væri jafnvel hægt að fá Landsspítala Háskólasjúkrahús til að vera með vaktaskipti á öðrum tíma. Með þessu væri hægt að koma í veg fyrir að allir séu að ferðast á sama tíma klukkan átta á morgnana. Uppbygging Reykjavíkur svipar til bandaríkra borga þar 40% atvinnunnar er á frekar litlu svæði. Það þýðir mikil umferð á álagstímum þegar allir koma úr svo kölluðum svefnhverfum þar sem bara er íbúðabyggð.
Fréttir Innlent Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“