Innlent

Rannsóknarsetur á Bifröst

Fyrsti fundur stjórnar Rannsóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála var haldinn á laugardag. Setrið starfar á grundvelli samstarfssamnings á milli félagsmálaráðherra og Viðskiptaháskólans og er ætlað að vera miðstöð fræðilegra rannsókna hér á landi á sviði vinnuréttar og jafnréttislöggjafar. Þá mun rannsóknarsetrið efla tengsl rannsókna og kennslu í vinnurétti og veita nemendum við Viðskiptaháskólann faglegan stuðning við eigin rannsóknir. Forstöðumaður er Elín Blöndal, dósent við skólann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×