Erlent

Komu af stað skógareldum

Skógareldar hafa geisað á Suður-Spáni frá því í fyrradag og brennt meira um 2600 hektara lands. Tveir ferðamenn á sextugsaldri, breskur karlmaður og frönsk kona, hafa viðurkennt að hafa orðið völd að bálinu óviljandi þegar þau ætluðu að orna sér við bálköst og senda merki um leið eftir að hafa týnst í skóglendinu. Ekki liggur fyrir hvort fólkið verði sótt til saka fyrir glappaskotið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×