Njóta lakari réttinda 24. september 2005 00:01 Erlendir starfsmenn starfsmannaleiga njóta lakari réttinda en íslenskir starfsmenn sem vinna sömu vinnu. Þetta segir formaður Verkalýðsfélags Akraness að sé mat yfirlögfræðings Samtaka atvinnulífsins í bréfi til verkalýðsfélagsins. Forsaga málsins er sú að fyrirtækið Ístak stóð ekki skil á stéttarfélagsgjöldum af tólf dönskum smiðum sem starfa við stækkun Norðuráls á Grundartanga. Formaður Verkalýðsfélags Akraness fór fram á að Ístak stæði skil á greiðslunum og jafnframt að verkalýðsfélagið fengi aðgang að ráðningarsamningum og launaseðlum starfsmannanna dönsku. Við þessu urðu Ístaksmenn ekki og sendu Samtökum atvinnulífsins erindi þar sem farið var fram á álit samtakanna á kröfum verkalýðsfélagsins. Svar yfirlögfræðings samtakann barst Verkalýðsfélagi Akraness í vikunni og þar kemur fram að Samtökin telji að starfsmenn sem hér starfi tímabundið á vegum starfsmannaleiga njóti, samkvæmt lögum, einungis lágmarkslauna, eigi rétt til yfirvinnugreiðslu og orlofsgreiðslna auk þess að njóta réttinda sem gilda um hámarks- og lágmarksvinnutíma. Þessu eru fulltrúar stéttarfélaganna ekki sammála og benda á að með þessu vanti talsvert upp á að útlendingar á slíkum samningum njóti sömu réttinda og kjara og lögfestir eru í kjarasamningum SA og Starfsgreinasambandsins. Útlendingar sem hingað komi sem starfsmenn leigumiðlana fyrir verkafólk og iðnaðarmenn séu þannig annars flokks á íslenskum vinnumarkaði, að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir að farið verði ítarlega yfir þetta, enda sé mjög mikið í húfi fyrir alla íslenska launþega. „Það er í rauninni hreyfingin í heild sinni sem þarf að skoða þetta mál,“ segir Vilhjálmur. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Erlendir starfsmenn starfsmannaleiga njóta lakari réttinda en íslenskir starfsmenn sem vinna sömu vinnu. Þetta segir formaður Verkalýðsfélags Akraness að sé mat yfirlögfræðings Samtaka atvinnulífsins í bréfi til verkalýðsfélagsins. Forsaga málsins er sú að fyrirtækið Ístak stóð ekki skil á stéttarfélagsgjöldum af tólf dönskum smiðum sem starfa við stækkun Norðuráls á Grundartanga. Formaður Verkalýðsfélags Akraness fór fram á að Ístak stæði skil á greiðslunum og jafnframt að verkalýðsfélagið fengi aðgang að ráðningarsamningum og launaseðlum starfsmannanna dönsku. Við þessu urðu Ístaksmenn ekki og sendu Samtökum atvinnulífsins erindi þar sem farið var fram á álit samtakanna á kröfum verkalýðsfélagsins. Svar yfirlögfræðings samtakann barst Verkalýðsfélagi Akraness í vikunni og þar kemur fram að Samtökin telji að starfsmenn sem hér starfi tímabundið á vegum starfsmannaleiga njóti, samkvæmt lögum, einungis lágmarkslauna, eigi rétt til yfirvinnugreiðslu og orlofsgreiðslna auk þess að njóta réttinda sem gilda um hámarks- og lágmarksvinnutíma. Þessu eru fulltrúar stéttarfélaganna ekki sammála og benda á að með þessu vanti talsvert upp á að útlendingar á slíkum samningum njóti sömu réttinda og kjara og lögfestir eru í kjarasamningum SA og Starfsgreinasambandsins. Útlendingar sem hingað komi sem starfsmenn leigumiðlana fyrir verkafólk og iðnaðarmenn séu þannig annars flokks á íslenskum vinnumarkaði, að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir að farið verði ítarlega yfir þetta, enda sé mjög mikið í húfi fyrir alla íslenska launþega. „Það er í rauninni hreyfingin í heild sinni sem þarf að skoða þetta mál,“ segir Vilhjálmur.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira