Innlent

Sjálfstæðsflokkur fengi meirihluta

Sjálfstæðisflokkur fengi 56,1 prósent atkvæða og 9 borgarfulltrúa ef kosið væri í borgarstjórnarkosningum í dag, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Fréttastofa útvarps sagði frá þessu í gær. Samfylking fengi 27,8 prósent atkvæða og fjóra borgarfulltrúa. Vinstri grænir fengju 11,4 prósent atkvæða og tvo borgarfulltrúa Framsóknarflokkurinn fengi 2,7 prósent og Frjálslyndi flokkurinn fengi 2 prósent. Hvorugur flokkurinn fengi kjörinn borgarfulltrúa. Úrtakið var 1.270 borgarbúar og var svarhlutfall 61 prósent. 21,5 prósent sögðust óákveðnir, tæp 10 prósent neituðu að svara og 5 prósent sögðust myndu skila auðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×