Innlent

Lögregla með vakt við Straumsvík

Hópar mótmælenda eru núna við álverið í Straumsvík og álverið á Grundartanga. Lögreglan í Hafnarfirði var kölluð upp í Straumsvík þegar mótmælendurnir mættu þangað um eittleytið. Að sögn varðstjóra á vakt hefur allt verið þar með ró og spekt hingað til en lögreglumenn vakta svæðið og munu gera eitthvað fram eftir degi. Varðstjóri hjá lögreglunni í Borgarnesi segir að ekki hafi verið haft samband við lögreglu vegna mótmælenda á Grundartanga. Mótmælin voru skipulögð því erlendir gestir á álráðstefnu í Reykjavík heimsækja álverin í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×