Erlent

Hvetja til barneigna í Frakklandi

Fjölskyldum í Frakklandi er heitið góðum fjárstuðningi frá stjórnvöldum ef þær ákveða að eignast fleiri börn. Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kynnti í dag nýjar tillögur stjórnarinnar sem taka gildi á næsta ári og miða að því að hvetja þá foreldra, sem þegar eiga tvö börn, til að eignast fleiri til að hækka fæðingartíðnina í landinu. Samkvæmt tillögunum fá foreldrarnir andvirði 70 þúsund íslenskra króna í greiðslur á mánuði gegn því að taka launalaust leyfi í eitt ár frá vinnu til að vera heima hjá þriðja barninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×