Innlent

Næturlinsur dragi úr nærsýni

Næturlinsur, sem settar eru í augun áður farið er að sofa, gera linsu- eða gleraugnanotkun óþarfa yfir daginn. Þessar linsur, sem eiga að draga úr nærsýni, eru fáanlegar hér á landi. Linsurnar eru kallaðar draumalinsur og hafa náð fótfestu víða í Bandaríkjunum og Evrópu, til dæmis í Bretlandi og Þýskalandi. Þær hafa fengist hér á landi um árabil og virka ágætlega fyrir nærsýnt fólk með -4eða minna. Draumalinsurnar virka þannig að þær þrengja að hornhimnu augans yfir nóttina og hafa þau tímabundnu áhrif að viðkomandi þarf ekki að nota gleraugu eða linsur yfir daginn. Linsurnar þarf að sofa með reglulega til að viðhalda áhrifunum en þó geta sumir nota þær sjaldnar þegar frá líður. Gunnar Ás Vilhjálmsson augnlæknir segir að linsurnar henti sérstaklega vel fólki við vissar aðstæður. Hann eigi við þá sem hafi áhuga á að fara í leysiaðgerð en geti ekki farið þar sem sjónin muni breytast áfram eða þá sem geti ekki vegna sinnar vinnu eða áhugamála notað gleraugu og linsur yfir daginn, t.d. ef menn séu að vinna í mjög þurru umhverfi eða ef ryk er mikið. Aðspurður hverjir geti notað linsurnar segir Gunnar Ás að 70-80 prósent af þeim sem prófi linsurnar geti notað þær en það sé viss hópur sem geti það ekki, en sama megi segja um allar linsur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×