Erlent

Skar nef og varir af mágkonu sinni

Pakistanskur maður skar nefið og varirnar af mágkonu sinni eftir að hún hugðist sækjast eftir skilnaði frá bróður hans. Eftir því sem Reuters-fréttastofan greinir frá skaut maðurinn á konuna og bróður hennar sem voru á leið heim úr dómhúsi í Punjab-héraði á mótorhjóli. Við það féllu systkinin af hjólinu og réðst þá maðurinn á konuna og skar af henni nefið og varirnar. Maðurinn flúði svo af vettvangi og er hans enn leitað en konunni var komið á sjúkrahús. Hún segir manninn hafa sagt að úr því hún hefði sóst eftir skilnaði frá bróður hans myndi hann sjá til þess að enginn annar liti við henni. Hundruð kvenna falla ár hvert í svokölluðum heiðursmorðum í Pakistan og þá hafa fjölmargar verið afskræmdar fyrir að ganga á rétt karlmanna eins og það er kallað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×