Innlent

Lokað á Blönduósi og Siglufirði

Öllum starfsmönnum þjónustustöðva Símans á Blönduósi og Siglufirði var sagt upp störfum í gær. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir uppsagnirnar lið í hefðbundinni hagræðingu sem unnið hafi verið að um nokkurt skeið. Alls var fimm manns sagt upp, en stöðvunum verður lokað frá og með 1. nóvember. "Nú er það arðsemiskrafan og gróðinn til nýrra eigenda sem ræður för í rekstri fyrirtækisins, en ekki skyldurnar við samfélagið," segir Jón Bjarnason, þingmaður vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann telur nýja stjórn Símans, sem skipuð var síðasta laugardag, ekki hafa beðið boðanna og ákveðið lokanirnar. Eva segir ekki hafa verið teknar ákvarðanir um frekari uppsagnir. "En miklar tæknibreytingar hafa orðið til þess að störfum hefur fækkað í þessari ákveðnu deild," segir hún og bendir á að fjöldi og staðsetning starfsstöðva Símans hafi verið ákveðinn fyrir mörgum áratugum þegar samgöngur voru lakari og viðhaldi á kerfinu var sinnt með öðrum hætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×