Innlent

Vilja samkomulag um flutninga

MYND/Hilmar Bragi
Stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisráðuneytið til að gera með sér samkomulag um framkvæmd sjúkraflutninga á landsvísu og leggur til frekari sameiningu á sjúkraflutningaþjónustu við slökkvilið landsins. Slökkviliðsmenn segja að mikil og góð þróun hafi átt sér stað í sjúkraflutningum, sérstaklega þó er lúti að menntun og þálfun sjúkraflutningamanna og tækjabúnaði. Eðlilegt sé að halda áfram á þeirri braut með því að nýta tækifæri sem hafi skapast til frekari sameiningar sjúkraflutningaþjónustu við slökkvilið landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×