Vaknaði við að báturinn lak 20. september 2005 00:01 "Skrúfa losnaði hjá inntaki við vél og upp kom leki," segir Reinhard Svavarsson, skipstjóri á Þjóðbjörgu GK-110. Reinhard komst í hann krappan á tíunda tímanum í gærmorgun þegar mikill leki kom að vélarrúmi Þjóðbjargarinnar, sem er níu tonna plastbátur, skráður í Grindavík. "Strákarnir hjá Gæslunni náðu að stöðva lekann," bætir Reinhard við. Hann hafði lagt sig og hrökk upp við ósköpin. Reinhard kallaði upp vaktstöð siglinga á neyðarrás klukkan 9.20 í gærmorgun. Hann var þá staddur þrettán sjómílur norðvestur af Garðskaga. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði til nærstaddra báta og óskaði eftir að þeir veittu aðstoð. Bátur var í um sjö sjómílna fjarlægð og hélt hann þegar af stað til hjálpar. Um klukkan tíu mínútur fyrir tíu voru tveir bátar komnir á vettvang. Þá var Reinhard kominn í flotgalla og amaði ekkert að honum. Sjór var kominn upp að merkingum og báturinn að fyllast. Gunnþór ÞH-75 tók Þjóðbjörgu í tog en björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði leysti hann fljótlega af. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út en sneri fljótlega til baka þar sem hættan var liðin hjá. Varðskipið Ægir var statt á norðanverðum Faxaflóa og kom á vettvang með öflugar dælur og kafara sem náðu að dæla úr bátnum og komast fyrir lekann. Ægir fylgdi síðan Hannesi Þ. Hafstein og Þjóðbjörgu eftir til hafnar í Sandgerði en þangað var komið rétt rúmlega eitt eftir hádegi. "Ég ætla að flýta mér heim og fara í þurr föt," sagði Reinhard við komuna þegar hann hafði bundið landfestar á Þjóðbjörginni. Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, kona Reinhards, tók á móti honum og urðu þar fagnaðarfundir. Mildi er að björgun hafi gengið þetta greiðlega þar sem lekinn var umtalsverður. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
"Skrúfa losnaði hjá inntaki við vél og upp kom leki," segir Reinhard Svavarsson, skipstjóri á Þjóðbjörgu GK-110. Reinhard komst í hann krappan á tíunda tímanum í gærmorgun þegar mikill leki kom að vélarrúmi Þjóðbjargarinnar, sem er níu tonna plastbátur, skráður í Grindavík. "Strákarnir hjá Gæslunni náðu að stöðva lekann," bætir Reinhard við. Hann hafði lagt sig og hrökk upp við ósköpin. Reinhard kallaði upp vaktstöð siglinga á neyðarrás klukkan 9.20 í gærmorgun. Hann var þá staddur þrettán sjómílur norðvestur af Garðskaga. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði til nærstaddra báta og óskaði eftir að þeir veittu aðstoð. Bátur var í um sjö sjómílna fjarlægð og hélt hann þegar af stað til hjálpar. Um klukkan tíu mínútur fyrir tíu voru tveir bátar komnir á vettvang. Þá var Reinhard kominn í flotgalla og amaði ekkert að honum. Sjór var kominn upp að merkingum og báturinn að fyllast. Gunnþór ÞH-75 tók Þjóðbjörgu í tog en björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði leysti hann fljótlega af. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út en sneri fljótlega til baka þar sem hættan var liðin hjá. Varðskipið Ægir var statt á norðanverðum Faxaflóa og kom á vettvang með öflugar dælur og kafara sem náðu að dæla úr bátnum og komast fyrir lekann. Ægir fylgdi síðan Hannesi Þ. Hafstein og Þjóðbjörgu eftir til hafnar í Sandgerði en þangað var komið rétt rúmlega eitt eftir hádegi. "Ég ætla að flýta mér heim og fara í þurr föt," sagði Reinhard við komuna þegar hann hafði bundið landfestar á Þjóðbjörginni. Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, kona Reinhards, tók á móti honum og urðu þar fagnaðarfundir. Mildi er að björgun hafi gengið þetta greiðlega þar sem lekinn var umtalsverður.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira