Innlent

Menntað fólk vantar

Stjórn Félags leikskólakennara harmar hversu lítil umræða er um hve erfitt er að fá leikskólakennara til starfa, og að umræðan skuli snúast um hve erfitt sé að fá ófaglært fólk til starfa. "Staðreyndin er sú að allt of hátt hlutfall starfsmanna í leikskólum, eða rúmlega 60%, er fólk án leikskólakennaramenntunar. Margir staldra stutt við og fæstir ætla sér að starfa í leikskóla til frambúðar," segir í yfirlýsingunni, en hún er gefin í kjölfar ummæla borgarstjóra í fréttum Sjónvarps í fyrradag. Félagið segir einu lausnina að hækka laun leikskólakennara og mennta fleiri slíka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×