Innlent

Bóndi varð fyrir gaseitrun

Bóndi var hætt kominn þegar hann varð fyrir gaseitrun þar sem hann var að vinna í fjósi sínu á bóndabæ í Hrútafirði. Maðurinn fannst meðvitundarlaus um ellefuleytið í morgun og var þá kallað eftir aðstoð lögreglu. Lögregla keyrði með manninn að Bröttubrekku þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar tók við manninum og flutti hann á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann liggur nú þungt haldinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×