
Innlent
Laugalækjarskóli sigraði

Skáksveit Laugalækjarskóla tryggði sér sigur á Norðurlandameistaramóti grunnskólasveita sem haldið var í Árósum í Danmörku um síðustu helgi. Vilhjálmur Pálmason og Einar Sigurðsson voru sigursælastir í sigurliðinu; hvor um sig var með fjóra og hálfan vinning en fimm skákir voru tefldar.Í móti framhaldsskólasveita náði Mennstaskólinn við Hamrahlíð öðru sæti en sigurliðið í þeim flokki kom frá Noregi.