Hærri laun í ræsinu en á leikskóla 17. október 2005 23:43 Pólskur innflytjandi hefur rekið sig áþreifanlega á að hér á landi sé það betur metið að vinna í ræsinu en að annast leikskólabörn. Hann fær rúmum fjörutíu þúsund krónum meira á mánuði í tekjur eftir að hann skipti um starfsvettvang. Báðir vinnustaðir eru hjá Reykjavíkurborg. Á leikskólanum Njálsborg vinna starfsmenn hörðum höndum við að halda starfseminni gangandi, þrátt fyrir nemendur af ólíku þjóðerni sem gerir það mjög eftirsóknarvert að hafa fjöltyngda starfsmenn. Þótt Lúkas Stenkel hafi gjarnan viljað vera starfsmaður leikskólans, þar sem hann hafði unnið um tíma, fékk hann ekki nema níutíu og fjögur þúsund krónur í laun eftir skatta. Hann fær tæpar eitt hundrað og fjörutíu þúsund í nýja starfinu sem snýst um að sinna viðhaldi með leikvöllum og ræsum. Spurður hvor vinnan sé erfiðari segir Lúkas að það sé leikskólavinnan; nýja starfið sé reyndar líkamlegt en það sé þó auðvelt, enda þekki hann það miklu verra í Póllandi. „Vinnan á leikskólanum er ábyrgðarfull en mjög skemmtileg,“ segir Lúkas. „Ég naut þess að vera þar; þetta var eins og heimili manns og börnin erum mjög yndisleg. En nú vinn ég minna og fæ borgað aðeins betur. Ég verð að lifa. Ef launin á leikskólanum væru betri vildi ég frekar vera þar. Þetta var nákvæmlega fyrir mig.“ Það borgar sig því miklu betur að vera í ræsinu þótt vinnuveitandinn sé sá sami. Edda Margrét Jensdóttir, leikskólastjóri Njálsborgar, segist ekki geta útskýrt þennan launamun og segir nýútskrifaða leikskólakennara fá þau laun sem Lúkas fái í dag, sem eru tæpar 140 þúsund krónur. Að sögn Eddu eru þau laun allt of lág og það verði að fara að meta þessa háskólamenntun að verðleikum. Í athugasemd frá Leikskólum Reykjavíkur vegna þessarar fréttar segir að byrjunarlaun leikskólakennara séu tæpar hundrað og sjötíu þúsund krónur, en ekki tæpar hundrað og fjörutíu þúsund eins og kom fram í máli Eddu Margrétar. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Pólskur innflytjandi hefur rekið sig áþreifanlega á að hér á landi sé það betur metið að vinna í ræsinu en að annast leikskólabörn. Hann fær rúmum fjörutíu þúsund krónum meira á mánuði í tekjur eftir að hann skipti um starfsvettvang. Báðir vinnustaðir eru hjá Reykjavíkurborg. Á leikskólanum Njálsborg vinna starfsmenn hörðum höndum við að halda starfseminni gangandi, þrátt fyrir nemendur af ólíku þjóðerni sem gerir það mjög eftirsóknarvert að hafa fjöltyngda starfsmenn. Þótt Lúkas Stenkel hafi gjarnan viljað vera starfsmaður leikskólans, þar sem hann hafði unnið um tíma, fékk hann ekki nema níutíu og fjögur þúsund krónur í laun eftir skatta. Hann fær tæpar eitt hundrað og fjörutíu þúsund í nýja starfinu sem snýst um að sinna viðhaldi með leikvöllum og ræsum. Spurður hvor vinnan sé erfiðari segir Lúkas að það sé leikskólavinnan; nýja starfið sé reyndar líkamlegt en það sé þó auðvelt, enda þekki hann það miklu verra í Póllandi. „Vinnan á leikskólanum er ábyrgðarfull en mjög skemmtileg,“ segir Lúkas. „Ég naut þess að vera þar; þetta var eins og heimili manns og börnin erum mjög yndisleg. En nú vinn ég minna og fæ borgað aðeins betur. Ég verð að lifa. Ef launin á leikskólanum væru betri vildi ég frekar vera þar. Þetta var nákvæmlega fyrir mig.“ Það borgar sig því miklu betur að vera í ræsinu þótt vinnuveitandinn sé sá sami. Edda Margrét Jensdóttir, leikskólastjóri Njálsborgar, segist ekki geta útskýrt þennan launamun og segir nýútskrifaða leikskólakennara fá þau laun sem Lúkas fái í dag, sem eru tæpar 140 þúsund krónur. Að sögn Eddu eru þau laun allt of lág og það verði að fara að meta þessa háskólamenntun að verðleikum. Í athugasemd frá Leikskólum Reykjavíkur vegna þessarar fréttar segir að byrjunarlaun leikskólakennara séu tæpar hundrað og sjötíu þúsund krónur, en ekki tæpar hundrað og fjörutíu þúsund eins og kom fram í máli Eddu Margrétar.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira