Innlent

Uppgjör söfnunarinnar birt

Þjóðarhreyfingin hefur birt uppgjör söfnunarinnar „Innrásin í Írak - ekki í okkar nafni“. Meira en fjögur þúsund manns stóðu straum af kostnaði við birtingu auglýsingar í bandaríska stórblaðinu The New York Times þar sem lýst var andstöðu við þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að styðja innrásina. Rúmlega 4,1 milljón króna safnaðist: 3,6 milljónir fóru í auglýsingakostnað og hálf milljón í skrifstofu-, stjórnunar- og vaxtakostnað. Eftirstöðvarnar, tuttugu og fjögur þúsund krónur, voru afhentar Rauða krossi Íslands til hjálpar stríðshrjáðum Írökum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×