Segja Siv hafa smalað 18. september 2005 00:01 Óánægja blossaði upp meðal framsóknarkvenna á landsþingi Landssambands framsóknarkvenna, LFK, sem haldið var á Ísafirði um helgina, þegar í ljós kom að stuðningsmenn Bryndísar Bjarnarson, sem sóttist eftir formannsembætti sambandsins, höfðu smalað hátt í tuttugu ungum konum á þingið til þess eins að greiða henni atkvæði. Meðal stuðningsmanna Bryndísar er Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, sem heyrðist hvað hæst í þegar Freyjumálið svokallaða kom upp fyrr á árinu, þegar hópur kvenna í Framsóknarfélaginu Freyju í Kópavogi, sem Siv er félagi í, smalaði hópi kvenna á aðalfund félagsins í því skyni að koma nýjum konum í stjórn félagsins. Landsþing LFK hófst í gærmorgun og voru um sextíu konur víðs vegar af landinu mættar. Seint á laugardag bættust um 20 konur í hópinn, sem komið höfðu með flugi til Ísafjarðar, þar sem þingið var haldið, til þess eins að greiða Bryndísi atkvæði þegar kjósa átti í stjórn. Elsa B. Friðfinnsdóttir var ein þeirra sem var ósátt við framgöngu stuðningsmanna Bryndísar og gagnrýndi þá opinberlega á þinginu. "Tveir kvenkyns þingmanna flokksins hvöttu til þess á þinginu á laugardag að mál væru rædd innan flokksins og þau útkljáð þar. Því fannst mér ástæða til að segja eitthvað þegar ljóst var hvernig staðið var að smölun á þingið," segir Elsa. "Það er athyglisvert að þetta er sami hópur og gagnrýndi yfirtökuna á Freyju, en beitti nákvæmlega sömu aðferðum til að tryggja þeim sem áttu sæti í stjórn LFK áframhaldandi völd," segir Elsa. Siv Friðleifsdóttir kannast ekki við að hafa tekið þátt í smölun. "Þetta var kröftugt þing og ályktað um mörg mikilvæg mál," segir hún. "Þarna mættu margar konur sem vilja starfa í samtökunum og hafa starfað í þeim lengi," segir Siv. Bryndís Bjarnarson segir engar smalanir hafa verið viðhafðar. "Þær konur sem komu með flugi á laugardagseftirmiðdag tóku þátt í kvölddagskránni og svo málefnaumræðu á þinginu í gær. Það er eðlilegt að fólk komi til að styðja þá sem bjóða sig fram. Auðvitað fylgja stuðningsmenn öllum frambjóðendum og var þetta eðlileg mæting miðað við að verið var að skipta um fólk í stjórninni," segir Bryndís. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Óánægja blossaði upp meðal framsóknarkvenna á landsþingi Landssambands framsóknarkvenna, LFK, sem haldið var á Ísafirði um helgina, þegar í ljós kom að stuðningsmenn Bryndísar Bjarnarson, sem sóttist eftir formannsembætti sambandsins, höfðu smalað hátt í tuttugu ungum konum á þingið til þess eins að greiða henni atkvæði. Meðal stuðningsmanna Bryndísar er Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, sem heyrðist hvað hæst í þegar Freyjumálið svokallaða kom upp fyrr á árinu, þegar hópur kvenna í Framsóknarfélaginu Freyju í Kópavogi, sem Siv er félagi í, smalaði hópi kvenna á aðalfund félagsins í því skyni að koma nýjum konum í stjórn félagsins. Landsþing LFK hófst í gærmorgun og voru um sextíu konur víðs vegar af landinu mættar. Seint á laugardag bættust um 20 konur í hópinn, sem komið höfðu með flugi til Ísafjarðar, þar sem þingið var haldið, til þess eins að greiða Bryndísi atkvæði þegar kjósa átti í stjórn. Elsa B. Friðfinnsdóttir var ein þeirra sem var ósátt við framgöngu stuðningsmanna Bryndísar og gagnrýndi þá opinberlega á þinginu. "Tveir kvenkyns þingmanna flokksins hvöttu til þess á þinginu á laugardag að mál væru rædd innan flokksins og þau útkljáð þar. Því fannst mér ástæða til að segja eitthvað þegar ljóst var hvernig staðið var að smölun á þingið," segir Elsa. "Það er athyglisvert að þetta er sami hópur og gagnrýndi yfirtökuna á Freyju, en beitti nákvæmlega sömu aðferðum til að tryggja þeim sem áttu sæti í stjórn LFK áframhaldandi völd," segir Elsa. Siv Friðleifsdóttir kannast ekki við að hafa tekið þátt í smölun. "Þetta var kröftugt þing og ályktað um mörg mikilvæg mál," segir hún. "Þarna mættu margar konur sem vilja starfa í samtökunum og hafa starfað í þeim lengi," segir Siv. Bryndís Bjarnarson segir engar smalanir hafa verið viðhafðar. "Þær konur sem komu með flugi á laugardagseftirmiðdag tóku þátt í kvölddagskránni og svo málefnaumræðu á þinginu í gær. Það er eðlilegt að fólk komi til að styðja þá sem bjóða sig fram. Auðvitað fylgja stuðningsmenn öllum frambjóðendum og var þetta eðlileg mæting miðað við að verið var að skipta um fólk í stjórninni," segir Bryndís.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira