Innlent

Vilja styttu af Tómasi

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að stytta af Tómasi Guðmundssyni skáldi verði sett upp í Hljómskálagarðinum. Brjóstmynd af Tómasi stóð um árabil á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis en var fjarlægð þaðan vegna framkvæmda á svæðinu. Var hún um skeið í geymslu en hefur staðið í Borgarbókasafninu í Grófarhúsi síðustu ár. Tillaga sjálfstæðismanna verður lögð fram á fundi borgarstjórnar á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×