Blindur leikur á fiðlu 18. september 2005 00:01 Guðfinnur Vilhelm Karlsson hefur verið blindur frá fæðingu en það aftrar honum ekki að seiða fram úr hljóðfærinu sínu fagra tóna. Hann hefur lært á fiðlu í níu ár og leikur oft á tónleikum og í veislum. Guðfinnur Vilhelm, geriði svo vel. Guðfinnur Vilhelm Karlsson stundar fiðlunám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, en hann byrjaði að læra á fiðlu þegar hann var átta ára gamall. Hann er nú á fimmta stigi í náminu sem hann segir mjög skemmtilegt og segist kunna að leika um hundrað lög á hljóðfærið. Aðspurður hvað hann fái út úr tónlistinni segir Guðfinnur að hann fái ánægju af því að setja fram flott lög. Spurður hvernig hann fari að því að læra nótur segir Guðfinnur að lögin sem hann læri séu sett á diska og hann hlusti á þá. Hann reyni að ná nótunum og svo fái hann leiðbeiningar eftir á hjá kennaranum. Guðfinnur æfir sig á fiðluna á hverjum degi og segir það nauðsynlegt til að vera í góðri æfingu. Hann segist hafa mjög gaman af því að spila fyrir aðra. Hann spili á þremur til fjórum tónleikum á ári og svo hafi hann verið fenginn til þess að spila í tveimur brúðkaupum og nokkrum sinnum í veislum. Spurður hvernig honum finnist að spila fyrir fólk segir Guðfinnur að hann sé stressaður í byrjun en það hverfi þegar hann byrji að spila. En það er ekki bara fiðla sem Guðfinnur kann að spila á. Hann segist hafa byrjað á að spila á blokkflautu og svo eigi hann hljómborð heima sem hann glamri á. Tónlistarkennari Guðfinns, Margrét Þorsteinsdóttir, segir fatlaða krakka, hvort sem þeir eru blindir eða eiga við aðra fötlun að stríða, hafa alla möguleika til að læra á hljóðfæri. Svipuð áhersla sé lögð á námið hjá öllum en það gefi fötluðum nemendum aukið sjálfstraust að standa jafnfætis ófötluðum með þessum hætti og það sé þeim ómetanlegt. Hún segir möguleikana svo marga að þetta verði sífellt auðveldara og það verði að segja um Guðfinn, eins og flesta, að aðstendurnir skipti miklu máli vegna stuðningsins og til þess að gera þetta mögulegt. Skólastjórnendur í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hafi líka sýnt frábæran skilning og samstarf hennar og Guðfinns hafi gengið algjörlega vandræðalaust. Margét Þorsteinsdóttir segir enn fremur að nemendur geti þegar best gegnir notað hljóðfærið sitt sem miðil til að tjá sig og túlka og það veiti þeim mikla lífsfyllingu. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Guðfinnur Vilhelm Karlsson hefur verið blindur frá fæðingu en það aftrar honum ekki að seiða fram úr hljóðfærinu sínu fagra tóna. Hann hefur lært á fiðlu í níu ár og leikur oft á tónleikum og í veislum. Guðfinnur Vilhelm, geriði svo vel. Guðfinnur Vilhelm Karlsson stundar fiðlunám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, en hann byrjaði að læra á fiðlu þegar hann var átta ára gamall. Hann er nú á fimmta stigi í náminu sem hann segir mjög skemmtilegt og segist kunna að leika um hundrað lög á hljóðfærið. Aðspurður hvað hann fái út úr tónlistinni segir Guðfinnur að hann fái ánægju af því að setja fram flott lög. Spurður hvernig hann fari að því að læra nótur segir Guðfinnur að lögin sem hann læri séu sett á diska og hann hlusti á þá. Hann reyni að ná nótunum og svo fái hann leiðbeiningar eftir á hjá kennaranum. Guðfinnur æfir sig á fiðluna á hverjum degi og segir það nauðsynlegt til að vera í góðri æfingu. Hann segist hafa mjög gaman af því að spila fyrir aðra. Hann spili á þremur til fjórum tónleikum á ári og svo hafi hann verið fenginn til þess að spila í tveimur brúðkaupum og nokkrum sinnum í veislum. Spurður hvernig honum finnist að spila fyrir fólk segir Guðfinnur að hann sé stressaður í byrjun en það hverfi þegar hann byrji að spila. En það er ekki bara fiðla sem Guðfinnur kann að spila á. Hann segist hafa byrjað á að spila á blokkflautu og svo eigi hann hljómborð heima sem hann glamri á. Tónlistarkennari Guðfinns, Margrét Þorsteinsdóttir, segir fatlaða krakka, hvort sem þeir eru blindir eða eiga við aðra fötlun að stríða, hafa alla möguleika til að læra á hljóðfæri. Svipuð áhersla sé lögð á námið hjá öllum en það gefi fötluðum nemendum aukið sjálfstraust að standa jafnfætis ófötluðum með þessum hætti og það sé þeim ómetanlegt. Hún segir möguleikana svo marga að þetta verði sífellt auðveldara og það verði að segja um Guðfinn, eins og flesta, að aðstendurnir skipti miklu máli vegna stuðningsins og til þess að gera þetta mögulegt. Skólastjórnendur í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hafi líka sýnt frábæran skilning og samstarf hennar og Guðfinns hafi gengið algjörlega vandræðalaust. Margét Þorsteinsdóttir segir enn fremur að nemendur geti þegar best gegnir notað hljóðfærið sitt sem miðil til að tjá sig og túlka og það veiti þeim mikla lífsfyllingu.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira