Erlendir starfsmenn óvíða fleiri 16. september 2005 00:01 Hlutfall erlendra starfsmanna á vinnumarkaði á Íslandi er með því sem mest gerist á Norðurlöndunum. Alls er 4,5 prósent vinnuaflsins á Íslandi erlendir ríkisborgarar og aðeins í Svíþjóð er hlutfallið hærra, eða 4,6 prósent. Í Danmörku, þar sem umræðan um útlendinga hefur verið hve mest áberandi, er hlutfall erlendra ríkisborgara á vinnumarkaðinum 3 prósent. Hlutfallið er lægst í Finnlandi þar sem 1,4 prósent vinnuafls eru erlendir ríkisborgarar. Miðað er við tölur frá 2002. Útlendingum búsettum á Íslandi hefur fjölgað verulega á undanförnum áratug og eru rúmlega tvöfalt fleiri nú en 1995. Alls eru tæplega 11 þúsund erlendir ríkisborgarar skráðir með lögheimili á Íslandi og eru það 3,6 prósent af mannfjölda á Íslandi. Af þeim eru um sjö þúsund á vinnumarkaði. Árið 1995 voru erlendir ríkisborgarar á Íslandi um 4.800. Útlendingar með vinnu "Það sem er jákvætt við þennan samanburð er hversu stór hluti útlendinga á Íslandi er með vinnu enda fá útlendingar ekki atvinnuleyfi á Íslandi nema að vera komnir með starf," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Reglur um atvinnuleyfi á Íslandi eru þannig að atvinnurekandi sækir um leyfi fyrir erlendan starfsmann sem hann hyggst ráða í vinnu og fær útgefið atvinnuleyfi fyrir hann að því tilskildu að fullreynt sé að ekki fáist Íslendingur í starfið. Ekki er þörf fyrir einstaklinga innan Evrópusambandsins að sækja sérstaklega um atvinnuleyfi. Fjölda útgefinna atvinnuleyfa er stýrt með tilliti til stöðunnar á vinnumarkaðnum. Eftir því sem þörfin á vinnuafli eykst er tímabundnum atvinnuleyfum fjölgað. Að sögn Gissurar er ekki mikið um það að umsóknum um atvinnuleyfi sé hafnað nema á þeim forsendum að starfsmenn sem búa í Evrópusambandsríkjunum eiga að hafa forgang yfir þá sem eru utan sambandsins. Vantar 3.000 manns Dregið hefur verið úr útgáfu óbundinna atvinnuleyfa, sem áður voru veitt sjálfkrafa ef einstaklingur hafði starfað hér á landi í þrjú ár. Ástæðan fyrir því að nú eru nær einungis veitt tímabundin atvinnuleyfi sem ekki veitir sjálfkrafa búseturétt eftir ákveðinn tíma er sú að með þeim er auðveldara að bregðast við sveiflum í atvinnulífinu en annars. "Viðbótarhópurinn sem kemur hingað til starfa þegar stórframkvæmdir standa yfir hverfur aftur af landi þegar þeim lýkur," bendir Gissur á. Aðspurður segist Gissur telja að nú um stundir séu allt að þrjú þúsund störf sem ekki tekst að manna vegna skorts á vinnuafli. Þrátt fyrir það verður útgefnum atvinnuleyfum ekki fjölgað umfram það sem þegar hefur verið gefið út. "Við verðum líka að vera undir það búin að geta tekið bakslagið. Það stórlega vantar fólk til skamms tíma en hið opinbera getur ekki látið stýrast af því heldur þarf að hugsa fram í tímann. Það getur vel verið að það vanti jafnvel tvö þúsund manns á vinnumarkaðinn um þessar mundir en það getur líka verið að seinnipart ársins 2007 verði það tvö þúsund manns of mikið, hvað gerum við þá?" spyr hann. "Þá er betra að reyna að teygja þessa teygju svolítið frekar en að flytja inn fjölda fólks til að vinna þessi störf og sitja svo uppi með það þegar atvinnuástandið versnar," segir Gissur. Innflutningur vinnuafls lausnin Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, er ekki fyllilega sammála Gissuri um að aukinn innflutningur erlends vinnuafls dragi dilk á eftir sér. Hægt sé að koma í veg fyrir að atvinnuvandræði skapist meðal erlends vinnuafls þegar atvinnumarkaðurinn harðnar með því að senda það þá úr landi þegar aðstæður breytast eins og markmiðið sé með útgáfu tímabundinna atvinnuleyfa. "Ég tel að Ísland eigi að manna þau störf, sem ekki tekst að ráða íslenskt starfsfólk í, með innflutningi vinnuafls," segir Tryggvi. "Það er að mörgu leyti lausn fyrir Ísland þegar koma tímabil þar sem er mikill hagvöxtur og mikil þensla líkt og núna," segir hann. Gissur heldur því fram að aukinn innflutningur erlends vinnuafls komi í veg fyrir hækkun lægstu launa. "Það er ekkert óeðlilegt við það að borgararnir, sem taka á sig atvinnuleysi þegar það verður, fái notið einhvers þegar þenslan er mikið. Það er ekki gott að lofta alltaf út þenslunni á vinnumarkaði með því að draga inn ódýrt vinnuafl sem heldur niðri laununum. Þá verður munurinn á því að vera í vinnu og ekki vinnu svo lítill enda eru það verst launuðu störfin sem vantar starfsfólk í," segir Gissur. Tryggvi er ekki á þessari skoðun. "Það er alveg ljóst að það er ekki til að lækka launin að flytja inn erlent vinnuafl. Hins vegar er ljóst að það verður ekki jafnmikil þensla á vinnumarkaði og því léttir það á hagkerfinu. Gríðarlega mikill innflutningur á erlendu vinnuafli hefur átt sér stað frá því um 1997, með undantekningum 2001 og 2002. Kaupmáttur launa á Íslandi hefur á sama tíma vaxið gríðarlega mikið í alþjóðlegum samanburði. Kenningin um að innflutningur erlends vinnuafls þrýsti niður laununum stenst því ekki," segir hann. Skammtímahagsmunir ráða Spurður hvort megi eitthvað lagfæra í stefnu Íslendinga gagnvart innfluttu vinnuafli segir Gissur að við séum dálítið á valdi skammtímahagsmuna. "Miklar kröfur erum um það að bætt sé hratt úr vinnuaflsskorti án þess að hugsa til enda hvert það muni svo leiða. Við erum komin alveg í sama farið og hin Norðurlöndin voru fyrir 20 árum, með háu brottfalli innflytjendabarna úr framhaldsskólum, innflytjendurnir eru farnir að móta samfélög og farnir að setjast að í ákveðnum hverfum. Þetta er verulegt umhugsunarefni," segir Gissur. Tryggvi segir að ekki sé hægt að bera ástandið hér við það sem gerðist í Danmörku á áttunda áratugnum. Danir hafi hleypt útlendingum inn í landið án atvinnu svo stór hluti þeirra hafi endað á því að þiggja félagslegar bætur. "Hér kemur hins vegar enginn til landsins sem ekki hefur atvinnuleyfi og það er stóri munurinn," bendir Tryggvi á. Gissur segir að margir hafi gagnrýnt það að atvinnuleyfi séu gefin út á fyrirtæki en ekki einstaklinga. "Því hefur verið haldið fram að það gefi fyrirtækjunum kost á því að halda erlendum starfsmönnum í eins konar vistarbandi. Hið jákvæða við þetta kerfi er hins vegar það að engum útlendingi er hleypt inn í landið án atvinnu og er atvinnuleysi útlendinga á Íslandi því nánast ekkert," segir Gissur. Fréttir Innlent Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira
Hlutfall erlendra starfsmanna á vinnumarkaði á Íslandi er með því sem mest gerist á Norðurlöndunum. Alls er 4,5 prósent vinnuaflsins á Íslandi erlendir ríkisborgarar og aðeins í Svíþjóð er hlutfallið hærra, eða 4,6 prósent. Í Danmörku, þar sem umræðan um útlendinga hefur verið hve mest áberandi, er hlutfall erlendra ríkisborgara á vinnumarkaðinum 3 prósent. Hlutfallið er lægst í Finnlandi þar sem 1,4 prósent vinnuafls eru erlendir ríkisborgarar. Miðað er við tölur frá 2002. Útlendingum búsettum á Íslandi hefur fjölgað verulega á undanförnum áratug og eru rúmlega tvöfalt fleiri nú en 1995. Alls eru tæplega 11 þúsund erlendir ríkisborgarar skráðir með lögheimili á Íslandi og eru það 3,6 prósent af mannfjölda á Íslandi. Af þeim eru um sjö þúsund á vinnumarkaði. Árið 1995 voru erlendir ríkisborgarar á Íslandi um 4.800. Útlendingar með vinnu "Það sem er jákvætt við þennan samanburð er hversu stór hluti útlendinga á Íslandi er með vinnu enda fá útlendingar ekki atvinnuleyfi á Íslandi nema að vera komnir með starf," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Reglur um atvinnuleyfi á Íslandi eru þannig að atvinnurekandi sækir um leyfi fyrir erlendan starfsmann sem hann hyggst ráða í vinnu og fær útgefið atvinnuleyfi fyrir hann að því tilskildu að fullreynt sé að ekki fáist Íslendingur í starfið. Ekki er þörf fyrir einstaklinga innan Evrópusambandsins að sækja sérstaklega um atvinnuleyfi. Fjölda útgefinna atvinnuleyfa er stýrt með tilliti til stöðunnar á vinnumarkaðnum. Eftir því sem þörfin á vinnuafli eykst er tímabundnum atvinnuleyfum fjölgað. Að sögn Gissurar er ekki mikið um það að umsóknum um atvinnuleyfi sé hafnað nema á þeim forsendum að starfsmenn sem búa í Evrópusambandsríkjunum eiga að hafa forgang yfir þá sem eru utan sambandsins. Vantar 3.000 manns Dregið hefur verið úr útgáfu óbundinna atvinnuleyfa, sem áður voru veitt sjálfkrafa ef einstaklingur hafði starfað hér á landi í þrjú ár. Ástæðan fyrir því að nú eru nær einungis veitt tímabundin atvinnuleyfi sem ekki veitir sjálfkrafa búseturétt eftir ákveðinn tíma er sú að með þeim er auðveldara að bregðast við sveiflum í atvinnulífinu en annars. "Viðbótarhópurinn sem kemur hingað til starfa þegar stórframkvæmdir standa yfir hverfur aftur af landi þegar þeim lýkur," bendir Gissur á. Aðspurður segist Gissur telja að nú um stundir séu allt að þrjú þúsund störf sem ekki tekst að manna vegna skorts á vinnuafli. Þrátt fyrir það verður útgefnum atvinnuleyfum ekki fjölgað umfram það sem þegar hefur verið gefið út. "Við verðum líka að vera undir það búin að geta tekið bakslagið. Það stórlega vantar fólk til skamms tíma en hið opinbera getur ekki látið stýrast af því heldur þarf að hugsa fram í tímann. Það getur vel verið að það vanti jafnvel tvö þúsund manns á vinnumarkaðinn um þessar mundir en það getur líka verið að seinnipart ársins 2007 verði það tvö þúsund manns of mikið, hvað gerum við þá?" spyr hann. "Þá er betra að reyna að teygja þessa teygju svolítið frekar en að flytja inn fjölda fólks til að vinna þessi störf og sitja svo uppi með það þegar atvinnuástandið versnar," segir Gissur. Innflutningur vinnuafls lausnin Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, er ekki fyllilega sammála Gissuri um að aukinn innflutningur erlends vinnuafls dragi dilk á eftir sér. Hægt sé að koma í veg fyrir að atvinnuvandræði skapist meðal erlends vinnuafls þegar atvinnumarkaðurinn harðnar með því að senda það þá úr landi þegar aðstæður breytast eins og markmiðið sé með útgáfu tímabundinna atvinnuleyfa. "Ég tel að Ísland eigi að manna þau störf, sem ekki tekst að ráða íslenskt starfsfólk í, með innflutningi vinnuafls," segir Tryggvi. "Það er að mörgu leyti lausn fyrir Ísland þegar koma tímabil þar sem er mikill hagvöxtur og mikil þensla líkt og núna," segir hann. Gissur heldur því fram að aukinn innflutningur erlends vinnuafls komi í veg fyrir hækkun lægstu launa. "Það er ekkert óeðlilegt við það að borgararnir, sem taka á sig atvinnuleysi þegar það verður, fái notið einhvers þegar þenslan er mikið. Það er ekki gott að lofta alltaf út þenslunni á vinnumarkaði með því að draga inn ódýrt vinnuafl sem heldur niðri laununum. Þá verður munurinn á því að vera í vinnu og ekki vinnu svo lítill enda eru það verst launuðu störfin sem vantar starfsfólk í," segir Gissur. Tryggvi er ekki á þessari skoðun. "Það er alveg ljóst að það er ekki til að lækka launin að flytja inn erlent vinnuafl. Hins vegar er ljóst að það verður ekki jafnmikil þensla á vinnumarkaði og því léttir það á hagkerfinu. Gríðarlega mikill innflutningur á erlendu vinnuafli hefur átt sér stað frá því um 1997, með undantekningum 2001 og 2002. Kaupmáttur launa á Íslandi hefur á sama tíma vaxið gríðarlega mikið í alþjóðlegum samanburði. Kenningin um að innflutningur erlends vinnuafls þrýsti niður laununum stenst því ekki," segir hann. Skammtímahagsmunir ráða Spurður hvort megi eitthvað lagfæra í stefnu Íslendinga gagnvart innfluttu vinnuafli segir Gissur að við séum dálítið á valdi skammtímahagsmuna. "Miklar kröfur erum um það að bætt sé hratt úr vinnuaflsskorti án þess að hugsa til enda hvert það muni svo leiða. Við erum komin alveg í sama farið og hin Norðurlöndin voru fyrir 20 árum, með háu brottfalli innflytjendabarna úr framhaldsskólum, innflytjendurnir eru farnir að móta samfélög og farnir að setjast að í ákveðnum hverfum. Þetta er verulegt umhugsunarefni," segir Gissur. Tryggvi segir að ekki sé hægt að bera ástandið hér við það sem gerðist í Danmörku á áttunda áratugnum. Danir hafi hleypt útlendingum inn í landið án atvinnu svo stór hluti þeirra hafi endað á því að þiggja félagslegar bætur. "Hér kemur hins vegar enginn til landsins sem ekki hefur atvinnuleyfi og það er stóri munurinn," bendir Tryggvi á. Gissur segir að margir hafi gagnrýnt það að atvinnuleyfi séu gefin út á fyrirtæki en ekki einstaklinga. "Því hefur verið haldið fram að það gefi fyrirtækjunum kost á því að halda erlendum starfsmönnum í eins konar vistarbandi. Hið jákvæða við þetta kerfi er hins vegar það að engum útlendingi er hleypt inn í landið án atvinnu og er atvinnuleysi útlendinga á Íslandi því nánast ekkert," segir Gissur.
Fréttir Innlent Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira