Tók af öll tvímæli um framboð 16. september 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tók í gærkvöldi af öll tvímæli um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar hann lýsti því yfir á leiðtogafundi samtakanna að Íslendingar ætluðu að bjóða sig fram. Verðandi utanríkisráðherra vill ekki tjá sig um málið. Miðað er við kjörtímabilið 2009 til 2010 og fengi íslenski fulltrúinn ekki neitunarvald eins og fulltrúar ríkja með fastafulltrúa. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði nýverið að það biði Geirs Haarde, verðandi utanríkisráðherra, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Geir hefur sagt að hann vilji ekki tjá sig um málð fyrr en hann hefur formlega tekið við embætti utanríkisráðherra og var það ítrekað í ráðuneytinu í morgun en nú liggur ákvörðunin hins vegar fyrir. Athygli vekur að í frétt frá forsætisráðuneytinu um innihald ræðu Halldórs, en tilkynningin var send út rétt fyrir miðnætti, er ekki minnst einu orði á þessa yfirlýsingu hans og í ræðu Halldórs, sem væntanlega var birt eftir handriti hans á vef Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, var yfirlýsingin heldur ekki með, en Halldór bar hana hins vegar fram alveg í lok ræðunnar á fundinum sjálfum. Áætlað hefur verið að það kosti um það bil 600 milljónir króna að vinna framboðinu fylgi því fleiri ríki sækjast eftir sætinu. Ríkisstjórnir hinna norrænu ríkjanna hafa þegar lýst stuðningi við framboðið og líta á fulltrúa Íslendinga í ráðinu sem fulltrúa Norðurlanda allra samkvæmt þeirri hefð að Noðrurlöndin standa saman á þessum vettvangi. Ýmsar aðrar þjóðir hafa líka lýst stuðningi við framboð Íslendinga þótt niðurstaða sé alls ekki í hendi. Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tók í gærkvöldi af öll tvímæli um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar hann lýsti því yfir á leiðtogafundi samtakanna að Íslendingar ætluðu að bjóða sig fram. Verðandi utanríkisráðherra vill ekki tjá sig um málið. Miðað er við kjörtímabilið 2009 til 2010 og fengi íslenski fulltrúinn ekki neitunarvald eins og fulltrúar ríkja með fastafulltrúa. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði nýverið að það biði Geirs Haarde, verðandi utanríkisráðherra, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Geir hefur sagt að hann vilji ekki tjá sig um málð fyrr en hann hefur formlega tekið við embætti utanríkisráðherra og var það ítrekað í ráðuneytinu í morgun en nú liggur ákvörðunin hins vegar fyrir. Athygli vekur að í frétt frá forsætisráðuneytinu um innihald ræðu Halldórs, en tilkynningin var send út rétt fyrir miðnætti, er ekki minnst einu orði á þessa yfirlýsingu hans og í ræðu Halldórs, sem væntanlega var birt eftir handriti hans á vef Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, var yfirlýsingin heldur ekki með, en Halldór bar hana hins vegar fram alveg í lok ræðunnar á fundinum sjálfum. Áætlað hefur verið að það kosti um það bil 600 milljónir króna að vinna framboðinu fylgi því fleiri ríki sækjast eftir sætinu. Ríkisstjórnir hinna norrænu ríkjanna hafa þegar lýst stuðningi við framboðið og líta á fulltrúa Íslendinga í ráðinu sem fulltrúa Norðurlanda allra samkvæmt þeirri hefð að Noðrurlöndin standa saman á þessum vettvangi. Ýmsar aðrar þjóðir hafa líka lýst stuðningi við framboð Íslendinga þótt niðurstaða sé alls ekki í hendi.
Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira