Erlent

Enn einn frambjóðandinn myrtur

Uppreisnarmenn úr röðum talibana skutu í nótt frambjóðanda til þingkosinga í Afganistan til bana. Árásarmennirnir kölluðu nafn mannsins fyrir utan heimili hans og sátu svo fyrir honum þegar hann kom út og hófu skothríð. Kosningarnar í Afganistan fara fram um helgina, en þegar er búið að myrða sjö frambjóðendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×