Kosningabandalag vinstri flokka? 15. september 2005 00:01 Einskonar kosningabandalag vinstri flokkanna fyrir næstu alþingiskosningar gæti verið raunhæfur möguleiki að mati forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna. Formaður Vinstri - grænna segir að vinstri flokkunum í Noregi hafi tekist það sem misheppnaðist hér fyrir kosningarnar 2003. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, skrifar á heimasíðu sína í dag að Vinstri - grænir hafi viljað fyrir síðustu alþingiskosningar að stjórnarandstaðan stillti saman strengi sína og byði skýran valkost á móti ríkisstjórninni, þ.e.a.s. velferðarstjórn. Hugmyndin hafi því miður ekki fengið undirtektir og það hafi ekki verið Frjálslyndi flokkurinn sem hafi staðið í vegi fyrir henni. Hann segir menn kannski hafa viljað halda fleiri möguleikum opnum, t.d. samstarfi við Framsóknarflokkinn, sem Steingrímur telur að hafi valdið því að barátta stjórnarandstöðunnar sem heildar hafi fallið nokkuð á lokaspretti kosningabaráttunnar og ríkisstjórnin haldið velli. Vinstri - grænir hafa hug á að endurtaka leikinn og stilla saman velferðarstjórn fyrir kosningarnar 2007 að sögn Steingríms; ekki einungis vegna þess sem gerðist í Noregi heldur vegna þess hversui brýnt það sé orðið að skipta um stjórnarstefnu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, segist ekki útiloka slíkar viðræður þegar nær dregur kosningum; hún sjái ekki að hægt sé að flytja inn slík módel frá útlöndum. Hún hafi hins vegar allt sagt það að ef stjórnarflokkarnir missi þingmeirihluta í næstu kosningum þá sé það skylda stjórnarandstöðunnar að byrja á því að ræða saman. „Hvað varðar kosningabandalag fyrir kosningar þá er auðvitað forsendan fyrir því að slíkt verði að veruleika að menn beri traust hver til annars og gangi svolítið í takt og við eigum bara eftir að sjá hvernig það verður á næsta vetri og næstu sveitastjórnarkosningum,“ segir Ingibjörg. Guðjón Arrnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir hugmyndina vel koma til greina en þá yrðu menn að vera búnir að ræða málin talsvert og leggja einhvern grunn að því hver væru helstu stefnumál sem hægt væri að ná saman um. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Einskonar kosningabandalag vinstri flokkanna fyrir næstu alþingiskosningar gæti verið raunhæfur möguleiki að mati forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna. Formaður Vinstri - grænna segir að vinstri flokkunum í Noregi hafi tekist það sem misheppnaðist hér fyrir kosningarnar 2003. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, skrifar á heimasíðu sína í dag að Vinstri - grænir hafi viljað fyrir síðustu alþingiskosningar að stjórnarandstaðan stillti saman strengi sína og byði skýran valkost á móti ríkisstjórninni, þ.e.a.s. velferðarstjórn. Hugmyndin hafi því miður ekki fengið undirtektir og það hafi ekki verið Frjálslyndi flokkurinn sem hafi staðið í vegi fyrir henni. Hann segir menn kannski hafa viljað halda fleiri möguleikum opnum, t.d. samstarfi við Framsóknarflokkinn, sem Steingrímur telur að hafi valdið því að barátta stjórnarandstöðunnar sem heildar hafi fallið nokkuð á lokaspretti kosningabaráttunnar og ríkisstjórnin haldið velli. Vinstri - grænir hafa hug á að endurtaka leikinn og stilla saman velferðarstjórn fyrir kosningarnar 2007 að sögn Steingríms; ekki einungis vegna þess sem gerðist í Noregi heldur vegna þess hversui brýnt það sé orðið að skipta um stjórnarstefnu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, segist ekki útiloka slíkar viðræður þegar nær dregur kosningum; hún sjái ekki að hægt sé að flytja inn slík módel frá útlöndum. Hún hafi hins vegar allt sagt það að ef stjórnarflokkarnir missi þingmeirihluta í næstu kosningum þá sé það skylda stjórnarandstöðunnar að byrja á því að ræða saman. „Hvað varðar kosningabandalag fyrir kosningar þá er auðvitað forsendan fyrir því að slíkt verði að veruleika að menn beri traust hver til annars og gangi svolítið í takt og við eigum bara eftir að sjá hvernig það verður á næsta vetri og næstu sveitastjórnarkosningum,“ segir Ingibjörg. Guðjón Arrnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir hugmyndina vel koma til greina en þá yrðu menn að vera búnir að ræða málin talsvert og leggja einhvern grunn að því hver væru helstu stefnumál sem hægt væri að ná saman um.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira