Innlent

Enn leitað eftir sjóslysið

Enn leita björgunarmenn að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem er saknað eftir sjóslysið á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags. Leitað verður með neðansjávarmyndavél fram eftir kvöldi við slysstaðinn og í undirbúningi er stórleit á laugardaginn. Fjörur verða gengnar, leitað verður á bátum og kafað í kringum slysstaðinn. Lögregla hefur yfirheyrt þá sem komust lífs af úr slysinu en vill þó ekkert gefa upp um ástæður eða aðdraganda slyssins þar sem rannsókn er enn í fullum gangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×