Innlent

Allir farsímanotendur staðsettir

Lausn er að fást á málum farsímanotenda sem hringja í Neyðarlínuna. Tilkynningar er að vænta í dag frá Neyðarlínunni um hvernig málið verður leyst. Það hefur líklega ekki farið fram hjá farsímanotendum Og Vodofone, í kjölfar umræðu síðustu daga, að hingað til hefur Neyðarlínan einungis getið fengið upplýsingar strax um staðsetningu notenda Símans; lengri tíma hefur hins vegar tekið að staðsetja farsímanotendur Og Vodofone. Lausn er hins vegar í sjónmáli og innan skamms mun Neyðarlínan fá staðsetningu allra farsíma hér á landi um leið og símtal berst henni. Í kjölfar sjóslyssins á Viðeyjarsundi hafa orðið umræður um hversu fljótt Neyðarlínan getur staðsett farsíma sem hringja inn. Athygli vakti að þegar farsímanotendur Og Vodofone hafa hringt í Neyðarlínuna hafa starfsmenn þar þurft að hafa samband við bakvakt hjá Og Vodofone til að fá upplýsingar um staðsetningu farsíma. Með breytingunum er því mögulegt að stytta þann tíma sem tekur að koma þeim sem hringja til hjálpar. Tilkynningar er að vænta frá Neyðarlínunni í dag um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×