Launahækkanir óæskilegar 13. september 2005 00:01 "Ef ríkisstjórnin og Seðlabankinn koma með trúverðuga áætlun varðandi hagstjórn og hvernig verðbólgu verði náð niður ætti verkalýðshreyfingin að sitja hjá og ekki gera kröfur um launahækkanir við endurskoðun á kjarasamningum," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum sem gerðir voru í fyrra hefur verkalýðshreyfingin rétt á endurskoðun samninga í nóvember vegna þess hve verðbólgan mælist hátt. "Það versta sem launafólk getur fengið er aukin verðbólga," segir Tryggvi. "Öll kaupmáttaraukning setur meiri þrýsting á verðlag. Ef laun hækka verður þrýstingurinn enn meiri og kemur fram sem verðbólga og víxlverkun launa og verðlags myndi einfaldlega komast á. Launþegar nytu kaupmáttaraukningar í skamman tíma en síðan myndi verðlagið éta hana upp. Það er afleit leið að fara og í raun ófær," segir Tryggvi. Spurður til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til svo koma megi í veg fyrir að víxlverkun launa og verðlags komist á segir hann að nauðsynlegt væri að koma á þríhliða samningi. "Ég tel að ríkið verði að koma mjög sterkt að samningum og draga eins mikið úr ríkisútgjöldum og mögulegt er. Það er ljóst að Seðlabankinn ræður tæpast við þetta einn," segir hann. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist gera sér fulla grein fyrir því að launahækkanir séu hvati til verðbólgu. "Það er hins vegar ljóst að forsendur kjarasamninga eru brostnar og það þurfa að koma til bætur bæði vegna verðbólgu og launahækkunum í öðrum geirum. Við ætlum ekki að sitja eftir óbætt hjá garði," segir hann. Hann segir það alveg koma til greina að semja um annað en krónutölur og prósentur. "Við þurfum að fá inn leiðréttingar og það eru margar leiðir til þess. Verðbólgan hefur verið að éta upp kauphækkanir okkar," segir hann. Tryggvi Þór er spurður hvernig hægt sé að bæta kjör launafólks án þess hækkanir verði í prósentum eða krónutölu. "Það má til dæmis gera með því að lækka skatta þótt auðvitað sé það ekki fær leið núna því þá er verið að gefa ennþá meira í og auka kaupmáttinn þannig. Einnig er hægt að auka lífeyrisréttindi, eins og gert hefur verið, sem kemur út sem sparnaður," segir Tryggvi. sda@frettabladid.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
"Ef ríkisstjórnin og Seðlabankinn koma með trúverðuga áætlun varðandi hagstjórn og hvernig verðbólgu verði náð niður ætti verkalýðshreyfingin að sitja hjá og ekki gera kröfur um launahækkanir við endurskoðun á kjarasamningum," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum sem gerðir voru í fyrra hefur verkalýðshreyfingin rétt á endurskoðun samninga í nóvember vegna þess hve verðbólgan mælist hátt. "Það versta sem launafólk getur fengið er aukin verðbólga," segir Tryggvi. "Öll kaupmáttaraukning setur meiri þrýsting á verðlag. Ef laun hækka verður þrýstingurinn enn meiri og kemur fram sem verðbólga og víxlverkun launa og verðlags myndi einfaldlega komast á. Launþegar nytu kaupmáttaraukningar í skamman tíma en síðan myndi verðlagið éta hana upp. Það er afleit leið að fara og í raun ófær," segir Tryggvi. Spurður til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til svo koma megi í veg fyrir að víxlverkun launa og verðlags komist á segir hann að nauðsynlegt væri að koma á þríhliða samningi. "Ég tel að ríkið verði að koma mjög sterkt að samningum og draga eins mikið úr ríkisútgjöldum og mögulegt er. Það er ljóst að Seðlabankinn ræður tæpast við þetta einn," segir hann. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist gera sér fulla grein fyrir því að launahækkanir séu hvati til verðbólgu. "Það er hins vegar ljóst að forsendur kjarasamninga eru brostnar og það þurfa að koma til bætur bæði vegna verðbólgu og launahækkunum í öðrum geirum. Við ætlum ekki að sitja eftir óbætt hjá garði," segir hann. Hann segir það alveg koma til greina að semja um annað en krónutölur og prósentur. "Við þurfum að fá inn leiðréttingar og það eru margar leiðir til þess. Verðbólgan hefur verið að éta upp kauphækkanir okkar," segir hann. Tryggvi Þór er spurður hvernig hægt sé að bæta kjör launafólks án þess hækkanir verði í prósentum eða krónutölu. "Það má til dæmis gera með því að lækka skatta þótt auðvitað sé það ekki fær leið núna því þá er verið að gefa ennþá meira í og auka kaupmáttinn þannig. Einnig er hægt að auka lífeyrisréttindi, eins og gert hefur verið, sem kemur út sem sparnaður," segir Tryggvi. sda@frettabladid.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira