Kosið um sameiningu eftir um mánuð 12. september 2005 00:01 Þriðjungi kosningabærra manna í landinu býðst að kjósa um sameiningu sveitarfélaga eftir fjórar vikur. Kosið verður meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur og um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar. Sameiningaráformin hafa reyndar þynnst verulega frá því félagsmálaráðherra og sameiningarnefnd sveitarfélaganna kynntu fyrstu tillögur fyrir ári. Ráðherrann talaði þá um einhverja mestu þjóðfélagsbreytingu seinni ára á Íslandi en þá var miðað við að sameiningarkosningar tækju til sveitarfélaga með samtals 213 þúsund íbúa, eða 73 prósent þjóðarinnar. Nú liggur fyrir að kosningarnar þann 8. október næstkomandi munu snerta 96 þúsund manns eða 33 prósent þjóðarinnar. Þetta verða engu að síður kosningar um róttækar breytingar á viðkomandi svæðum. Sextán sameiningarkosningar fara fram í 61 sveitarfélagi vítt og breitt um landið. Lagt til að Snæfellsnes renni saman í eitt með sameiningu Snæfellsbæjar, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Íbúar Dalabyggðar, Saurbæjarhrepps og Reykhólahrepps greiða atkvæði um sameiningu. Á Vestfjörðum verður kosið um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, á Ströndum um sameiningu Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps, en íbúar Bæjarhrepps, sem einnig teljast Strandamenn, kjósa um sameiningu við Húnaþing vestra. Á Norðurlandi vestra er jafnframt kosið um sameiningu Blönduóss, Höfðahrepps, Skagabyggðar og Áshrepps sem og um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Stærstu kosningarnar eftir fjórar vikur fara fram í byggðunum við Eyjafjörð en þar búa 23 þúsund manns. Þar er lögð til ein allsherjarsameining á svæðinu, það er Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvíkurbyggðar, Arnarneshrepps, Hörgárbyggðar, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Saman yrði þetta þriðja stærsta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík og Kópavogi. Stefnt er að því að gera Þingeyjarsýslur að tveimur sveitarfélögum, annars vegar með sameiningu Húsavíkur, Tjörneshrepps, Kelduneshrepps, Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnar og hins vegar með sameiningu Svalbarðshrepps og Þórshafnar. Á norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar og á Mið-Austurlandi um sameiningu Mjóafjarðar, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Á Suðurlandi er lagt til að Árnessýsla verði að tveimur sveitarfélögum, annars vegar renni uppsveitirnar saman í eitt með sameiningu Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hins vegar er lagt til að Ölfus og Flóinn renni saman og þar verði undir Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og einnig Gaulverjabæjarhreppur, Villingaholtshreppur og Hraungerðishreppur. Á Suðurnesjum verður kosið um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs en Grindavík er undanskilin sem og Vogarnir en kosið verður um sameiningu Vatnsleysustrandar við Hafnarfjörð. Fólk getur þegar byrjað að kjósa um tillögurnar því utankjörfundaratkvæðaagreiðsla hófst þann 13. ágúst síðastliðinn. Aðalkosningarnar verða svo laugardaginn 8. október. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Þriðjungi kosningabærra manna í landinu býðst að kjósa um sameiningu sveitarfélaga eftir fjórar vikur. Kosið verður meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur og um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar. Sameiningaráformin hafa reyndar þynnst verulega frá því félagsmálaráðherra og sameiningarnefnd sveitarfélaganna kynntu fyrstu tillögur fyrir ári. Ráðherrann talaði þá um einhverja mestu þjóðfélagsbreytingu seinni ára á Íslandi en þá var miðað við að sameiningarkosningar tækju til sveitarfélaga með samtals 213 þúsund íbúa, eða 73 prósent þjóðarinnar. Nú liggur fyrir að kosningarnar þann 8. október næstkomandi munu snerta 96 þúsund manns eða 33 prósent þjóðarinnar. Þetta verða engu að síður kosningar um róttækar breytingar á viðkomandi svæðum. Sextán sameiningarkosningar fara fram í 61 sveitarfélagi vítt og breitt um landið. Lagt til að Snæfellsnes renni saman í eitt með sameiningu Snæfellsbæjar, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Íbúar Dalabyggðar, Saurbæjarhrepps og Reykhólahrepps greiða atkvæði um sameiningu. Á Vestfjörðum verður kosið um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, á Ströndum um sameiningu Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps, en íbúar Bæjarhrepps, sem einnig teljast Strandamenn, kjósa um sameiningu við Húnaþing vestra. Á Norðurlandi vestra er jafnframt kosið um sameiningu Blönduóss, Höfðahrepps, Skagabyggðar og Áshrepps sem og um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Stærstu kosningarnar eftir fjórar vikur fara fram í byggðunum við Eyjafjörð en þar búa 23 þúsund manns. Þar er lögð til ein allsherjarsameining á svæðinu, það er Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvíkurbyggðar, Arnarneshrepps, Hörgárbyggðar, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Saman yrði þetta þriðja stærsta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík og Kópavogi. Stefnt er að því að gera Þingeyjarsýslur að tveimur sveitarfélögum, annars vegar með sameiningu Húsavíkur, Tjörneshrepps, Kelduneshrepps, Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnar og hins vegar með sameiningu Svalbarðshrepps og Þórshafnar. Á norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar og á Mið-Austurlandi um sameiningu Mjóafjarðar, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Á Suðurlandi er lagt til að Árnessýsla verði að tveimur sveitarfélögum, annars vegar renni uppsveitirnar saman í eitt með sameiningu Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hins vegar er lagt til að Ölfus og Flóinn renni saman og þar verði undir Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og einnig Gaulverjabæjarhreppur, Villingaholtshreppur og Hraungerðishreppur. Á Suðurnesjum verður kosið um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs en Grindavík er undanskilin sem og Vogarnir en kosið verður um sameiningu Vatnsleysustrandar við Hafnarfjörð. Fólk getur þegar byrjað að kjósa um tillögurnar því utankjörfundaratkvæðaagreiðsla hófst þann 13. ágúst síðastliðinn. Aðalkosningarnar verða svo laugardaginn 8. október.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira