Innlent

Vilja flugið til Keflavíkur

Rúmlega hundrað hafa gerst stofnfélagar í þverpólitískum samtökum sem ætla að beita sér fyrir því að flytja innanlandsflug til Keflavíkur. Stofnfundur verður haldinn 6. október. Viktor Kjartansson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ og einn þriggja sem vinnur að stofnun samtakanna, segir að flutningur flugvallarins hafi um nokkurt skeið verið til umræðu í sveitarfélaginu. "Við munum leggja aðaláherslu á að safna fé til að láta gera skýrslu með tölfræðiúttekt á innanlandsflugi, taka saman hvað margir sem það nota eru að fara til útlanda. Þá þarf að gera úttekt á samgöngubótum til og frá flugvellinum. Að því loknu munum við standa fyrir málþingi þar sem niðurstöður skýrslunnar verða ræddar." Auk Viktors eru í undirbúningsnefnd Eysteinn Eyjólfsson, formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, og Eysteinn Jónsson, formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ og aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×