Innlent

Icepharma ekki eitt um innflutning

Vegna fréttar Bylgjunnar í hádeginu um skort á sykursýkislyfinu Glucophage þá er rétt að taka fram að Icepharma er ekki eini innflutningsaðili lyfsins, heldur hefur Lyfjaver einnig heimild til samhliða innflutnings. Bessi Gíslason hjá Lyfjaveri hafði samband við fréttastofu og sagði nokkuð til af lyfinu þar svo ekki ætti að verða skortur á því, þrátt fyrir seinkun afgreiðslu hjá Icepharma vegna nýrra umbúða. Glucophage er mikið notað lyf en það er einkum ætlað þeim sem eru of feitir og eru með sykursýki sem ekki krefst insúlínmeðferðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×