Bush boðar rannsókn 6. september 2005 00:01 George W. Bush Bandaríkjaforseti boðaði í gær að hann myndi sjálfur stýra sérstakri rannsókn á því hvað fór úrskeiðis í viðbrögðum stjórnvalda við neyðarástandinu sem skapaðist af völdum fellibylsins Katrínar. Bandaríkjaþing boðaði einnig aðra slíka rannsókn á sínum vegum. Talsmenn þingflokks demókrata sögðu að þeir kynnu að fara fram á að framlög á næstu fjárlögum til björgunar- og almannavarnamála verði hækkuð í fimmtíu milljarða dala, andvirði um 3.150 milljarða króna. "Skriffinnska fær ekki að standa í vegi fyrir því að verkið verði unnið fyrir fólkið," sagði Bush eftir ríkisstjórnarfund í Hvíta húsinu. "Stjórnvöld brugðust á öllum stigum," sagði öldungadeildarþingmaðurinn Susan Collins í Washington. Hún tilkynnti að stjórnsýslumálanefnd öldungadeildarinnar efni til yfirheyrslna af þessu tilefni. "Það er erfitt að skilja skortinn á viðbúnaði og hve miklar tafir urðu á því að brygðist yrði við hamförum sem þó hafði verið spáð um árabil, og skírar aðvaranir höfðu verið gefnar út um marga daga í röð," sagði þingmaðurinn. Bush, sem hefur sætt orrahríð harðrar gagnrýni vegna málsins undanfarna daga, kallaði leiðtoga þingsins til fundar við sig í gær til að ræða hvað alríkisstjórnin getur gert nú í framhaldinu. Fimm vikna sumarfríi þingmanna lauk í gær og boðuðu formælendur þingsins að ráðstafanir til þess að bæta úr ástandinu á hamfarasvæðunum við Mexíkóflóa yrði efst á dagskrá þess næstu vikurnar. Viðgerðir á flóðvarnargörðunum sem brustu í New Orleans voru það langt á veg komnar í gær að byrjað var að dæla flóðvatninu af götunum. Óttast er að það verði ljót sjón sem við blasi þegar flóðvatnið sjatnar. "Sú sjón vekur þjóðina á ný," sagði borgarstjórinn Ray Nagin. Hann sagði að tæki um þrjár vikur að dæla vatninu burt og nokkrar vikur til viðbótar að ryðja mesta brakið af götunum. Það gæti tekið allt að átta vikur að koma rafmagni aftur á borgina. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti boðaði í gær að hann myndi sjálfur stýra sérstakri rannsókn á því hvað fór úrskeiðis í viðbrögðum stjórnvalda við neyðarástandinu sem skapaðist af völdum fellibylsins Katrínar. Bandaríkjaþing boðaði einnig aðra slíka rannsókn á sínum vegum. Talsmenn þingflokks demókrata sögðu að þeir kynnu að fara fram á að framlög á næstu fjárlögum til björgunar- og almannavarnamála verði hækkuð í fimmtíu milljarða dala, andvirði um 3.150 milljarða króna. "Skriffinnska fær ekki að standa í vegi fyrir því að verkið verði unnið fyrir fólkið," sagði Bush eftir ríkisstjórnarfund í Hvíta húsinu. "Stjórnvöld brugðust á öllum stigum," sagði öldungadeildarþingmaðurinn Susan Collins í Washington. Hún tilkynnti að stjórnsýslumálanefnd öldungadeildarinnar efni til yfirheyrslna af þessu tilefni. "Það er erfitt að skilja skortinn á viðbúnaði og hve miklar tafir urðu á því að brygðist yrði við hamförum sem þó hafði verið spáð um árabil, og skírar aðvaranir höfðu verið gefnar út um marga daga í röð," sagði þingmaðurinn. Bush, sem hefur sætt orrahríð harðrar gagnrýni vegna málsins undanfarna daga, kallaði leiðtoga þingsins til fundar við sig í gær til að ræða hvað alríkisstjórnin getur gert nú í framhaldinu. Fimm vikna sumarfríi þingmanna lauk í gær og boðuðu formælendur þingsins að ráðstafanir til þess að bæta úr ástandinu á hamfarasvæðunum við Mexíkóflóa yrði efst á dagskrá þess næstu vikurnar. Viðgerðir á flóðvarnargörðunum sem brustu í New Orleans voru það langt á veg komnar í gær að byrjað var að dæla flóðvatninu af götunum. Óttast er að það verði ljót sjón sem við blasi þegar flóðvatnið sjatnar. "Sú sjón vekur þjóðina á ný," sagði borgarstjórinn Ray Nagin. Hann sagði að tæki um þrjár vikur að dæla vatninu burt og nokkrar vikur til viðbótar að ryðja mesta brakið af götunum. Það gæti tekið allt að átta vikur að koma rafmagni aftur á borgina.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent