Erlent

Sextíu lík fundin

Búið er að finna 60 lík í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrín fór þar yfir á mánudag. Eru þetta fyrstu opinberu tölurnar um látna í borginni en talið er að aðeins sé um að ræða lítinn hluta þeirra sem létu lífið í náttúruhamförunum. En talið er að í kringum tíu þúsund manns hafi farist. Björgunaraðgerðir eru nú í fullum gangi og sigla nú bátar um borgina í von um að finna fólk á lífi en lík liggja á víð og dreifð um borgina. Glæpir hafa lítið minnkað þó öryggisgæsla hafi verið hert en nokkur þúsund hermenn hafa verið kallaðir heim frá Írak til að hjálpa til við að ná tökum á ástandinu í borginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×