Innlent

Langur biðlisti í Hólabrekkuskóla

Í Reykjavík hafa tugir barna ekki enn fengið inni á frístundaheimilum. Ástandið er sérstaklega slæmt í Hólabrekkuskóla, þar sem allir nemendur í fyrsta bekk eru á biðlista og ganga um hverfið með lykil um hálsinn. Barbara Kristín Kristjánsdóttir, umsjónarmaður frístundaheimilisins í Hólabrekkuskóla, segir að ástæðan fyrir því að yngstu börnunum sé neitað um pláss sé einfaldlega sú að þau þurfi mikið eftirlit og starfsmennirnir séu ekki nógu margir. "Við erum búin að reyna að auglýsa með öllum mögulegum ráðum en án árangurs," segir Barbara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×