Innlent

Bakar brauðskúlptúra í Tælandi

Í taílensku bakarí er hægt að fá brauð sem lítur út eins og líkamshlutar. 28 ára gamall listanemi frá Potharam í Taílandi býr þessa brauðskúlptúra til en eftir að hafa gefist upp á andlitsteikningum fann hann farveg fyrir list sína í bakaríinu sem fjölskylda hans rekur. "Þegar fólk sér þetta brauð langar það ekki til að borða það. En þegar það bragða á því reynist þetta bara vera venjulegt brauð," sagði hann. "Lexían er að dæma ekki bara af útlitinu." Ekki fylgir sögunni hvort mikið selst af brauðinu í bakaríinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×