Innlent

Norðurlandameistari kvenna í skák

Lenka Ptacnikova, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í skák, varð í dag Norðurlandameistari kvenna í skák þegar hún gerði jafntefli við eistnesku skákkonuna Tuli Lasson í síðustu umferð Norðurlandamótsins í Vammala í Finnlandi. Á mótinu voru sterkustu skákkonur Norðurlanda auk sterkra fulltrúa frá Eystrasaltsríkjunum. Lenka hafði forystu í mótinu nær allan tímann og var hálfum vinningi á undan eistnesku skákkonunni Viktoriu Baskite og norsku skákkonunni Ellen Hageseter, sem urðu í 2.-3. sæti. Þetta er í fyrsta sinn í 24 ár sem íslensk kona hampar Norðurlandameistaratitli í skák, en árið 1981 varð Sigurlaug Friðþjófsdóttir Norðurlandameistari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×